Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 18
66 ÖÐINN B. H. Ðjarnason kaupmaður og Steinunn H. Bjarnason. Brynjólfur H Bjarnason kaupmaður á 18. október í ár 40 ára verslunarafmæli og mun enginn núlifandi kaupmaður í þessum bæ hafa rekið hjer verslun sam- fleytt eins lengi og hann. Hann er nú liðlega sextugur, fæddur 14. febrúar 1863. Brynjólf- ur Hermann er fult nafn hans og er liann heít- !nn efl mei k tshjónun- 11 v l • og Her- di-.ui B nedicueníFlat- ey á Breiðafirði, en foreldrar hans voru Há- kon kaupm. Bjarnason á Bíldudal og kona lians Jóhanna Porlei fsdótii r prófasts í Hvammi, syst- ir Jóns skálds Þorleifs- sonar. Ólst Brynjólfur npp hjá foreldrum sín- um á Bíldudal. Faðir hans rak þar verslun og þilskipaútgerð og var dugnaðar- og at- orkumaður hinn mesli, hafði kotnið upp þil- skipaútgerð þar veslra áður en hún reis upp að nokkru ráði hjcr syðra, og komið fram- leiðsluvöru sinni í það álit erlendis, að besti saltfiskuiinn lijeðan hlaut nafnið »Bildudalsfisk- ur« og hjellst það lengi síðan. En Hákon kaup- inaður fjell frá á hesta aldri, 49 ára gamall. Vöruskip, sem hann kom með frá Kaupm.höfn, strandaði á Mýrdalssandi í páskaveðrinu mikla 1877 og fórst hann þar ásamt ílestum þeim, sem á skipinu voru. Ekkja lians rak útgerðina og verslunina um nokkur ár eftir dauða hans, og er Brynjólfur souur þeirra var 16 ára, sendi hún hann til útlanda til þess að læra skipasmíði, og var hann við það nám i Svendborg i Danmörku á árunum 1881 — 84. En næstelstu bræðurna tvo, Þorleif og Lárus, Ijet hún fara í lalínuskólann. r*egar Brynjólfur kom heim aftur, leitst honum ekki á að hyrja hjer skipasmíðar, en kaus held- ur að byrja á verslun. Hann keypti borgarabrjef hjer í Beykjavik 18. okt. 1886 ogbyrjaði að versla, með tilstyrk móður sinnar, í húsi því, sem hann enn verslar í, Aðalstræti 7. Seldi hún þá Bíldu- dalsverslunina, með öllu, sem henni fylgdi, Pjetri Thorsteinsson kaupm. Brynjólfur kvæntist hjer í Beykjavík Bagnheiði Zoega og eignuðus þau mörg hörn, er öll dóu nema eitt, Hákon Bjarnason-Goodmann, hinn efnilegasti maður, sem nú er húsettur vest- ur við Kyrrahaf. Fór hann ungur vestur um haf með móður sinni eftir að foreldrar bans höfðu slitið samvistum. En B. H. Bjarnason hjelt áfram verslunar- rekstri sínum og gerð- ist efnaður maður. Á árunum 1896 —98keypti hann húseign þá, sem hann hafði verslað í, og hefur nú rekið þar verslun í samfleitl 40 ár. Hann kvæntist i ann- að sinn 4. júlí 1906, Steinunni Hjartardóttur frá Austurhlíð. Eru þau barnlaus, en hafa alið upp tvö fósturhörn. Fi ú Steinunn er hin ágælasta kona, stilt og greind og vel menluð. Hefur hún til skams tíma verið formaður »Bandalags kvenna« og gengist mjög fyrir framkvæmdum til þess að koma upp kvennaheimili hjer í Beykjavik fyrir alt landið. Er það mál nú vel á veg komið. Húsið á að standa á Arnarhólslúni, heita Hallveigarstaðir, eftir Hallveigu konu Ingólfs landnámsmanns, verða stórt og vandað og komið upp 1930. Frú Steinunn hefur og gengist fyrir stofnun styrktar- sjóðs fyrir ekkjur og börn sjódruknaðra manna. Á fimlugsafmæli sínu stofnaði B. H. Bjarna- B. H. Bjarnason og Sleinunn H. Bjarnason.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.