Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 25

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 25
Ó f) I N N 73 Ólafur Jónsson °g Guöríður Ámundadóttir. í okt. 1925 höfðu hjónin Ólafur hóndi Jóns- son og Guðríður Ámundadóttir í Vestra-Geld- ingaholti í Gnúpverjahreppi gullbrúðkaup sitt. Á þessum heiðursdegi þeirra heimsóttu þau fj'r- verandi og núverandi sóknarprestur og nánustu ættingjar og vinir, og bárust hjónum þessum ágætar gjafir bæði frá sveitungum og börnum. Ólafur jónsson erfæddur á For- sæti í Landeyj- um 5. jan. 1847 og er sonur síra Jóns Eiríkssonar, sem síðast var prestur á Stóra- núpi. Móðir hans var Guðrún Páls- dóttir, dóltur- dóttir síra Por- valds Böðvars- sonar sálma- skálds. Kona ÓI- afs, Guðríður, er dóttir Ámunda Guðmundssonar bónda á Sandlæk, Loftssonar, hónda í Langholti, og konu hans Guðríðar Guðmundsdóttur, er var dótturdóltir Ámunda Ámundasonpr snikkara. Voru það hin mestu myndar- og nlerkishjón og af bestu ættum. Árið 1875 reistu þau ólafur og Guðríður bú í Vestra-Geldingaholti og bjuggu þar allan búskap sinn. Voru þau fyrstu hjónin, er Valdimar bisk- up Briem gaf sainan, en hann var þá prestur í Hrepphólum. Heldur voru efnin smá, er hjón þessi byrjuðu með, og þar við bættist, að brátt hlóðst á þau ómegð mikil. Eignuðust þau 13 hörn og komust 10 þeirra til fullorðinsára. Má því nærri geta, að bæði þurfti atorku og útsjón til þess að sleppa klaklaust fram hjá skerjum ör- birgðar og vesaldóms. En það mun rauplaust almannarómur þeirra, er til þekkja, að það hafi tekist svo, að þeim sje til sæmdar og ann- álsvert. Pegar þau Ijetu af búskap, 1920, þá höfðu þau ekki aðeins komið börnum sinum fram, heldur einnig bætt ábýlisjörð sína stórum og safnað nægum efnum til elliáranna. Það er ekki ný saga, að sveitamenn í erfiðum kring- umstæðum verði mikið á sig að leggja til þess að sjá sjer og sínum borgið, en óvíða mun það hafa verið gert af meiri einlægni og áhuga en á þessum bæ. Bæði hjónin voru sístarfaandi, meðan kraftar og heilsa leyfðu, jafnt á heimilinu sem utan þess. Stundaði ólafur þannig um langt skeið sjóróðra í verstöðvum við Faxaflóa, milli þess sem hann vann að búi sinu, en húsfreyja stjórnaði á meðan heimilinu með miklum skör- ungsskap með allan barnahóp- inn. Á heimili þess- ara hjóna var alla tíð gestkvæmt. Tóku þau öllum gestum, sem að garði bar, jafnt skyldum sem vandalausum, með hinni ein- stökustu alúð og gestrisni; það átti við þar, að gest- um hafi fundist sem þeir væru komnir i kon- ungshöll, en ekki fátæklegan sveitabæ, svo var ylurinn hlýr og ástúðin mikil, sem þeir nutu, jafnt á fyrstu og erfiðustu árunum eins og síðar, þegar efnin ukust. Síðan hjón þessi ljetu af búskap hafa þau dvalist á heimili sonar síns, Iíjartans, sem tók við af foreldrum sínum. Hin börnin, af 8, sem enn eru á lífi, eru þessi: Maria og Jón, nú í Vesturheimi, Lára, Guðrún, Anna og Þórdís og Ólafur stúdent, öll atorkusöm og mannvænleg. Allir sveitungar og vinir þessara hjóna árna þeim alls góðs á elliárunum og óska, að þau finni nú hjá öðrum þann yl, sem gestir og gangandi nutu áður fyr á heimili þeirra. — Sveilungur. Til hjónanna Ólafs Jónssonar og Guðríðar Ámundadóltur í Vestra-Geldingaholti á gull- brúðkaupsdegi þeirra 21. okt. 1925. Undir nafni barna þeirra: Ólafur J ónsson. Guðríður Ámundadóttir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.