Óðinn - 01.07.1931, Page 3
ÓÐINN
51
Sjera Jón Guttormsson
og frú Guölaug Jónsdóttir
Sjera Jón Guttormsson prófastur í Hjarðarholti
var sonur Guttorms prófasts Pálssonar í Valla-
nesi og konu hans Margrjelar Vigfússdóttur Orms-
sonar prests á Valþjófsstað. Hann var fæddur í
Vallanesi 30. júlí 1831 og var yngstur allra 17
systkina sinna. Hann lærði í Reykjavíkurskóla
og útskrifaðist þaðan 11. júlí 1^55, tók embættis-
próf i guðfræði við prestaskólann 26. ág. 1857,
var hinn næsta vetur við barnakenslu á Hólm-
um í Reyðarfirði og síðar 2 vetur á Eyrarbakka
hjá Guðm. Thorgrímsen verslunarstjóra, en fór
þá austur aftur. Hinn 4. júní 1860 fjekk hann
veitingu fyrir Staðarhrauni, en kom þangað ekki.
Hinn 5. maí 1861 fjekk hann Kjalarnessþing og
vígðist þangað af Helga biskupi Thordersen á 2.
sd. eftir trinitatis, 9. júni, 1861. 1860 kvæntist
hann Guðlaugu Margrjeti dóttur Jóns bónda á
Brekku í Fljótsdal. Hann var 5 ár prestur í
Kjalarnesþingum og bjó í Móum, en 7. júlí 1866
fjekk hann Hjarðarholt í Dölum og flulti þang-
að vorið 1867. Veturinn 1866-67 þjónaði hann
þó Hjarðarholti og var til húsa hjá Jóhannesi
Jónssyni hreppstjóra á Sauðhúsum. Hann tók
við prófastsstörfum 1869, er Guðmundur Einars-
son próf. flutti frá Iívennabrekku að Breiða-
bólsstað. Hann var áhugamaður um landsmál
og fjelagsmaður besti; gestrisinn, hjálpfús, vand-
aður og trúlyndur drengskaparmaður, var lengi
póstafgreiðslumaður í þjóðbraut, þar sem marga
bar að garði.
Þetta er að mestu tekið úr prestaæfum Sighv.
Borgfirðings.
Eins og faðir hans, Guttormur próf. í Valla-
nesi, var faðir minn siðavandur trúmaður og
hjelt fast við þá guðfræði, er hann hafði numið
í skóla þeirra dr. P. Pjeturssonar og Sigurðar
Melsted. Má vera að sú kenning hafi þótt á
eftir tímanum er leið undir aldamótin og nýja
guðfræðin var að ryðja sjer til vegs, bæði meðal
Vestur-íslendinga og eins hjer á landi, en hann
prjedikaði ekki eitt í dag og annað á morgun,
eða eitt af stólnum og annað með breytni sinni.
»1 öllu líferni sínu og dagfari sýndi þessi mað-
ur, að hann vildi vera og var sönn fyrirmynd,
en siðferðið og breytnin er hin aflmesta prje-
dikunct, segir sjera Jóh. L. Jóhannesson í líkræðu
sinni. Hann var samt enginn afturhaldsmaður í
kirkjumálum og því var það, að 1882 setti hann
hljóðfæri í Hjarðarholtskirkju og ljet leika á
það við guðsþjónustur alla jafna eftir það.
Til þess að koma af drykkjuskap í sóknum
sinum, gekk hann sjálfur á undan, brýndi fyrir
mönnum illar afleiðingar áfengisnautnarinnar í
prjedikununi sinum og hjelt þráfaldlega fyrir-
lestra um bindindi til að halda mönnum vak-
andi í því máli.
í blöðin ritaði hann ýmsar greinar um lands-
mál, verslunarmálið, samgöngur, bindindismálið,
laxaklak, búnaðarmál og fleira, en auk þess eru
til i handriti eftir hann leikrit, smásögur og
fyiirlestrar þeir, er hann flutti í kirkju sinni að
aflokinni messu til að fræða menn og hvetja til
framfara. Hann var orðhagur í betra lagi, þó
ekki væri hann skáldmæltur, og bjó til nokkur
nýyrði og hafa sum þeirra fengið hefð i mál-
inu, eins og t. d. askilvindacc.1)
Hann var bókelskur maður og átti stóra skápa
fulla af bókum, en sem betur fór, vóru þeir
skápar ekki lokaðir og varð það mörgum nám-
fúsum unglingi til skemtunar og gagns, enda
varð safn þetta siðar undirstaða undir hrepps-
bókasafni sem síðan hefur haldist þar 1 sveit.
Hann var einn með þeim fyrstu til að taka
upp jarðabótaaðferðir Ólafsdalsskólans, og tók
1000 kr. lán úr Viðlagasjóði til að geta sem
fyrst sljettað og girt tún jarðarinnar.
1) Pess hefur einhversstaðar verið getið til, mig
minnir helst af Boga Th. Melsteð, að nafnið »skilvinda«
hafi komið upp á Reynivöllum, pví þangað, til sjera
Porkels Bjarnasonar, kom víst fyrsta vjelin til að skilja
mjólk með. Pessi vjel á Reynivöllum var sænsk og hjet
»Alfa Colibri«, en hún var ekki með sveif, heldur
var hún, eins og sú sem Björn sýslumaður á Sauða-
felli fjekk um líkt leyti eða samtímis, hreyfð með leð-
urreim sem dregin var fram og aftur á reimhjóli (Rem-
skive). Mjólkurskilvjelin í Hjarðarholti var aftur á móti
»Butterfly« að nafni og var með sveif og snúið eins og
vindu eða taðkvörn. Hún var því fyrsta handsnúna
yjelin og þar af kom nafnið, enda voru flestar skilvind-
ur eftir það með sveif, t. d. »Alfa Laval« og fleiri.
Sjera Kjartan Helgason sál. sagði fyrir nokkrum ár-
um þeim sem þessa athugasemd ritar, að hann hefði
verið kominn á flugstig með að mótmæla hinni áður-
nefndu tilgátu um nafnið »skilvinda«, því honum var
kunnugt um uppruna þess og vissi að faðir minn var
uppástungumaðurinn og enginn annar.
Páll Jónsson.