Óðinn - 01.07.1931, Qupperneq 9

Óðinn - 01.07.1931, Qupperneq 9
ÓÐINN 57 niður örendur þegar. Fór hann og sveinninn í sömu gröf. Árið 1887 hinn 16. sept. kvæntist Kristján Andrjesson í annað sinn, Helgu Ingibjörgu Bergsdóttur, dóttir vinar síns Bergs bónda Ein- arssonar, er þessi ár bjó á Núpi og siðan á Skaga norðan fram Dýrafjarðar. Eru þau syst- kini Helga og Kristján Friðrik Bergsson, forseti Fiskifjelags Islands, sem heitinn er eftir fyrri konu Kristjáns Andrjessonar. Bergur Einars- son var greindur maður, hygginn í hvívetna og búhöldur í besta lagi. Er Helga dóttir hans lík honum um margt, greind og annað, hefur verið manni sínum ágætis kona, skörungur jafnt og valkvendi í allir bústjórn sinni. Þau Kristján hófu þá búskap aftur í Meðaldal 1888 og hafa búið þar alla stund síðan fram á þenna dag og hefur kona hans engu síður en hann átt fullan þátt í framkvæmdum, sem orðið hafa í Meðaldal, og fyrirmyndar og höfðingsbrag, sem verið hefur og er á heimili þeirra. Árið 1880 hafði Kristján ásamt þrem mönnum frá ísafirði keypt þilskip er hjet »HafFrúin« og var hann skipstjóri með hana eftir útkomu sina 1884, alls í 12 ár. En eftir að hann seldi »Haf- frúna«, var hann mörg ár skipstjóri á skipum fyrir Ásgeir Ásgeirsson á ísafirði, sein þá hafði stærsta verslun og mesta útgerð á Vestfjörðum. Á vetrum tók hann þá að kenna sjómannafræði heima hjá sjer, vafalaust af áhuga fyrir útgerð- inni og löngun til að leiðbeina ungum efnis- mönnum en ekki að hann hefði hagnað af því. Þá var enginn sjómannaskóli á landinu; stýri- mannaskólinn í Beykjavík ekki stofnaður fyr en 1890. Árið 1871 hafði Eiríkur Briem, líklega fyrir áeggjan Geirs Zoega, tekið að kenna nokkr- um mönnum undirstöðuatriði stýrimannafræð- innar. Kendu þeir aftur út frá sjer, Markús Bjarnason, síðar skólastjóri, og Hannes Hafliða- son, nokkrum mönnum í Beykjavík og Hafnar- firði. Hafði Markús til þess einhvern styrk af opinberu fje, en aðrir auðvitað ekki. Jafnframt stýrimannakenslunni kendi Kristján nemendum sínum einnig seglasaum, sem varð til hinnar mestu nytsemdar, svo að lærisveinar hans urðu að öllu hinir færustu menn til skipstjórnar. Margir af þeim, eða flestir, vóru hásetar hjá honum fleiri eða færri sumur, enda urðu margír af þeim afburða stjórnarar, sem sótt var eftir bæði af Vesturlandi og Faxaflóa. Það ræður af því sem að framan er sagt, að Kristján var snemma áræðinn og hugaður sjó- maður og stjórnari að öllu leyti í besta lagi, svo sem margir þeirra vóru, er ólust upp við hinar torsóttu hákarlaveiðar, þar sem oft hefur verið að tefla um líf eða dauða. Var því við- brugðið, hve vel honum tókst að bjarga »Haf- frúnni« með brotnu stýri í afspyrnu veðri þeg- ar mörg skip fórust. Hann kom ágætlega að sjer mönnum, og vissi jeg aldrei annað en allir væri ánægðir að vera á skipi með honum. Enda mundi honum ekki hafa ver sjálfrátt hefði hann ekki sjeð um, að menn hans bæru úr být- um svo gott, sem kostur var. Farsæll var hann i stjórn sinni og man jeg ekki til að honum hlektist á í neinu eða hann misti mann. Jeg tel það ekki, að með eittaf Ásgeirskipum frá ísafirði, Lilju, lenti hann í ís og sökk skipið en menn allir björguðust. Enginn kendi honum um það, heldur því, að skipið hafði í rauninni verið lílt sjófært, þótt hann víldi ekki synja að fara með það. Þó tók hann sjer þann atburð nærri. Árið 1906 hætli Kristján skipstjórn á þilskipnm og keypti sjer þá mótorbát og stundaði fiskiveiðar á honum að heiman um mörg ár. Var það fyrsti mótorbáturinn sem kom til Dýrafjarðar og var því Kristján brautryðjandi meðal sveit- unga sinna á því sviði, eins og um margt ann- annað, sem enn mun nefnt, rafmagnsstöð, vatns- veitu o. fl. En þó að Kristján hafi látið af skip- stjórn, hefur hann ekki fyrir það yfirgefið sjó- inn, en þegar heilsa hefur nokkurn veginn leyft, róið á vorum og haustum, og þess á milli un- að sjer best við sjóinn að líta þar eftir öllum sjóargögnum og hafa þar alt í hirðu. En þó að hver sem nefnir Kristján Andrjes- son á nafn, hafi fyrst og fremst í huga skip- stjórann, sem ávalt var í röð hinna fremstu, fiskisælustu og fyrirmannlegustu, þá var hann jafnframt ávalt f bestu búmanna röð og einn kunnastur bændahöfðingi í sveit sinni og er enn. í Ægisgreininni, sem jeg nefndi, er sagt að hann hafi ekki verið búhneigður. Getur eitthvað verið hæft í því, að sjómenskan hafi verið hon- um hugstæðari; en hitt er þó víst, að gott skyn- bragð bar hann á búnaðarháttu og mundi illa hafa unað því að reynast þar skussi, fremur en í öðru. Þegar jeg þekti til var hann jafnan fjár- flestur og búskapur f Meðaldal með mestum blóma í sveitinni samfara risnu og höfðingsskap

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.