Óðinn - 01.07.1931, Síða 12
60
ÓÐINN
þeir starfrækt prentsmiðj-
una í nokkur ár og var
hún fyrst í Þingholtsstræti
21, en síðan bygðu þeir
yfir hana steinhúsið í Ing-
ólfsstræti. Steyptu eigend-
ur Fjelagsprentsmiðjunnar
þessum prentsmiðjum sam-
an og fluttu Fjelagsprent-
smiðjuna í húsið við Ing-
ólfsstræti, sem þeir keyptu
með Rún, en áður hafði
prentsmiðjan haft húsnæði
á leigu.
Síðan hefur prentsmiðjan verið rekin á þess-
um stað, en húsið verið hækkað um eina hæð
og lengt til muna, og viðbygging hefur verið
reist með endilangri austurhliðinni, því að störf
prentsmiðjunnar hafa sífelt aukist og húsnæði
smátt og smátt reynst of lítið.
Þegar Fjelagsprentsmiðjan keypti Rún, fylgdi
með í þeim kaupum ein setjaravjel, hin fyrsta,
sem fluttist hingað til lands, og eina, sem þá var
hjer. Skömmu síðar keypti hún aðra setjaravjel,
og loks hina þriðju árið 1927, og eiga ekki aðr-
ar prentsmiðjur hjer jafnmargar setjaravjelar.
Jafnframt þessum vjelakaupum
hefur prentsmiðjan keypt margs-
konar^ aðrar nýtísku vjelar, sum-
part til þess að flýta prentun og
sumpart til þess að geta leyst af
hendi sem fjölbreyttasta prentun.
Hún hefur flest átt þrjár hrað-
pressur, og er ein þeirra sjálfvirk,
þ. e. a. s. »leggur í sig« sjálf, eins
og það er kallað, hún tekur ó-
prentaðan pappírinn upp með sog-
skálum og rennir honum inn yfir
letrið. Er það vjelin frá Rúnar-
prentsmiðjunni og fyrsta vjelin af
því tægi, sem kom hingað til lands.
Þá á prentsmiðjan fjórar litlar
prentvjelar, og er ein þeirra sjálf-
virk. Fyrir sjö árum fjekk prent-
smiðjan tæki til að prenta upp-
hleypt letur, og vatnsmerki prent-
ar hún einnig. Hún hefur ogstryk-
unarvjel, til þess að prenta höfuð-
bækur, og átta aðrar smávjelar til
ýmiskonar prentstarfa, og eina
málmsteypuvjel (stereotype), sem notuð er til
þess að gera mót af prentletri.
Árið 1925 fjekk prentsmiðjan áhöld til þess
að búa til stimpla úr togleðri, en áður þurfti
að fá þá frá útlöndum. Ellefu rafmagnshreyflar
(mótorar) eru nú í prentsmiðjunni, og áður en
ráfstöðin var reist við Elliðaár, átti prentsmiðj-
an litla rafstöo, sem lýsti prentsmiðjuna og
hreyfði vjelarnar. Á siðari árum hefur prent-
smiðjan leyst af hendi margvíslega smáprentun,
svo sem dagatöl, brjefhausa, reikningseyðublöð,
ýmislega litprenlun o. s. frv., og hefur til þess
hin fjölbreyttustu tæki, sem völ er á. Slík prent-
un fer mjög í vöxt með vaxandi viðskiftum og
tjölbreytni í atvinnuvegum.
Fjelagsprentsmiðjan hefur frá upphafi prent-
að mikinn fjölda hóka, blaða og timaríta, sem
oflangt yrði hjer upp að lelja. Skal hjer aðeins
nefna fátt eitt af handa hófi, — og helst það,
sem kunnast er. Bœkur: íslendingasögur allar.
Fornbrjefasafn, síðan farið var að prenta það á
íslandi, orðabækur G. T. Zoéga, Saga Reykja-
vikur, F'imtíu ára minningarrit vita á ís-
landi, Myndabók Rikharðs Jónssonar, Islands
Adressebog og 400 ára sögu prentlistarinnar á
íslandi eftir Klemens Jónsson, sem kom út
Bygging Fjelagspreiilsmiðjiinnar við Ingólfsstrœli.
Steindór Gunnarsson,
prenlsm iðjusljóri.