Óðinn - 01.07.1931, Side 14

Óðinn - 01.07.1931, Side 14
62 ÓÐINN 1930 og mjög er til vandað um prentun og all- an frágang. Blöð: Fjallkonan, Þjóðólfur, Aug- lýsarinn, Elding, Ingólfur, Lögrjetta og Vísir o. s. frv. Tímarit: Verði ljós! Nýtt kirkjublað, Læknablaðið, Dýraverndarinn, Tímarit Verk- fræðingafjelags íslands, Ljósmæðrablaðið, Freyr, Mentmál o. s. frv. Síðan Fjelagsprentsmiðjan flutti í Ingólfstræti, hafa þessir prentarar verið þar verkstjórar: í setjarasal: Gunnar Einarsson og nú Þorvaldur Þorkelsson. 1 prentsal: Jóh. Sigurðsson, Vil- helm Stefánsson og nú Einar Jónsson. En vjel- setjarar hafa verið: Jakob Kristjánsson, ólafur Sveinsson, Þorvaldur Forkelsson, Kristján A. Ágústsson, Arngrímur Ólafsson, Hafliði Helga- son, Ólafur B. Erlingsson, Halldór Ó. Halldórs- son, Sigurður ólafsson, Guðmundur Eiríksson, Pjetur Stefánsson. Annað starfsfólk, sem þar hef- ur unnið lengi: Axel Ström, Árni Guðlaugsson, Þorsteinn Ásbjörnsson, Hrólfur Benediktsson, Jakobína Benediktsdóttir, Súsanna Ásgeirsdóttir, Júlía Guðnadóttir og Dýrunn Jónsdóttir. Alls er starfsfólk prentsmiðjunnar 25 manns. Vöxt og viðgang Fjelagsprensmiðjunnar á síð- ustu árum má þakka dugnaði forstjórans, Stein- dórs Gunnarssonar. Hann hefur stjórnað prent- smiðjunni af kappi og forsjá, margofl farið ut- an til þess að afla nýtísku vjela og Iagt mikinn hug á að verða á undan öðrum að taka upp þær nýjungar í prentlist, sem hann hefur sjeð, að hjer mættu að gagni koma. st Skýringar á nokkrum orðum í Sæmundareddu og ýms- ar athuganir um skáldlegt gildi hennar. Non dubilo fore plerosque, Allice, qui lioc genus scripturcte leve et non salis dignum summorum vi- rorum personis judicent, elc. Cornelius Nepos. Mjer kæmi ekki á óvart, þótt nokkrir kynnu að telja mjer til ofdirfsku, er lítt hef við fræði fengist, er jeg nú gerist svo djarfur, að vaða ó- boðinn inn á svæði lærðra manna. Það kann að líkjast frekju þeirra ofbeldisseggja, er ráða inn yfir landamæri nágranna sinna og taka þar til heyskapar heimildarlaust. Hins fer jeg heldur ekki dulinn, frekar en sagnaritarinn Cornelius Nepos, er hann er að hefja frásögn sína »um fræga herforingja«, að efni það, er jeg nú ætla að rita lítið eitt um, kunni sumum að virðast of ljettvægt, — að minsta kosti eigi nægilega al- þýðlegt og skemtandi, til þess að tímarit vor ljái því rúm. Eddukvæðin sjeu of myrk, forn- yrt og þungskilin til þess að geta orðið almenn- ingseign. Rjett er þetta að nokkru leyti, ef engin bót er á ráðin, en einmitt þessa vegna er það, að jeg rita þessa grein. Hún er skráð í því skyni, að ýta við norrænufræðingum vorum, sem að »dottað« hafa nú um skeið, eins og hinn ágæti Hómer, til þess, að þeir nuddi nú stírur úr augum, hefjist handa og semji ítarlegar skýr- ingar á kvæðum Sæmundareddu. Þau hljóta þá að verða alþjóð að eign. í æfisögu Jónasar Hallgrímssonar þeirri, er Hannes Hafstein reit framan við kvæði hans ár 1883, telur Hannes, að Jónas hafi tekið þýska skáldið Heinrich Heine sjer til fyrirmyndar og orðið fyrir skáldlegum áhrifum þaðan. Þetta kann rjett að vera að einhverju leyti, þó að minstu. »Dælt es heima hvat«, mælir forn orðs- kviður. Jónas hefur alls ekki þurft að seilast út

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.