Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 19
ÓÐINN
67
»branda« á vígskipum. Orðið »brandr« á skipum
var í þrengri merkingu nafn á einskonar bug-
spjóti. Leggur Sveinbjörn það út: pertica navis
ad proram prominens = stöng gnæfandi fram
af svíra skipsins. Stundum er »brandr« haft í
víðtækari merkingu um háls, stafn á skipum,
stundum um allt skipið og er þá hluti fyrir heild
(pars pro toto). Vísa jeg þessu til sönnunar í
Lexicon poéticum, bls. 74 undir orðinu »brandr«.
Þetta sannar og vísa Sturlu Þórðarsonar, er
finna má í 10. bindi fornmannasagna, Kaup-
mannahöfn 1825—1837, bls. 78. Kveður Sturla
þar svo að orði: »Eisur þóttu brenna af slegnu
gulli Ullar fars á skeiða bröndum«. í vísu þess-
ari hljóta »brandar« að vera hafðir um stafninn,
ef til vill borðin öll, en ekki bugspjótið að eins.
Sje nú skýringu Finns fylgt, að »brandar« á
þessum stað merki stafn á vígdreka, þá verður
siðasta ljóðlína erindisins ljós og skiljanleg. Það
er næsta eðlilegt, að þeir væru »bráðir« og vildu
láta fljótt skríða til skarar, er vörðu framstafn
vígdreka, hættu sjer út á öldustokkinn og urðu
að vega niður fyrir sig. Sá, er þar vildi vinna
sjer til frægðar og frama, varð að vera snar-
ráður. Bendi jeg máli minu til stuðnings
á Svoldarorustu. Lýsir Snorri henni svo,
kap.118:
»Mest var vörnin á Orminum ok mannskæð-
ust af fyrirrúmsmönnum ok stafnbúum, þar
var hvárttveggja mest valit mannfólkit og hæst
borðin o. s. frv. í kap. 115 er svo sagt frá:
»Var þá svá mikill vápnaburðr á Orminn, at
varla mátti hlífum við koma, er svá þykkt flugu
spjót ok örvar, því at öllu megin lögðu herskip
at Orminum. En menn Ólafs konungs váru þá
svá óðir, at þeir hljópu upp á borðin til þess
at ná með sverðshöggum at drepa fólkit. En
margir lögðu eigi svá undir Orminn, at þeir
vildu í höggorustu vera. En Ólafs menn gengu
flestir út af borðunum og gáðu ei annars, en
þeir berðist á sljettum velli, ok sukku niðr með
vápnum sínum«. Að mannhætt hafi verið um
framstafninn, sýna og orð Ulfs rauða, er hann
mælti til Ólafs konungs í orustu þessari, og
þannig hljóða: »Ef Orminn skal því lengra fram
leggja, sem hann er lengri en önnur skip, þá
mun ávinnt verða um söxin (borðin beggja
megin stefnis) í dag«. Allt bendir þetta á, að
háskasamlegt hafi verið, að nema lengi staðar
»á bröndunum« í orustu. Því þurfti hver að
vera »bráðr« = athugall og snarráður, er hann
vann sjer þar frama.
Hávamál 10. er. 2. orð: vera.
Byrði betri auði betra
berrat maðr brautu at, þykkir þat í ókunnum stað;
en sé mannvit mikit, slíkt er válaðs vera.
Orðið »vera« skýrir Finnur = tilvera (innan
sviga: þar undir er tilvera hans komin). Þessi
skýring Finns er óljós, og ætti þá orðið »vera«
frekar að skýrast skjól, hæli (refugium). Svein-
björn skýrir »vera« = verja, vörn. Sýnir hann
með mörgum tilvitnunum í forn handrit, að
»j« er oft felt burt úr orðum (omittitur), eða
skotið inn þar, sem það á ekki að vera. Eink-
um kemur það iðulega fyrir, að »j« er felt úr i
sagnorðum á eftir stöfunum »g« og »k«. Hugsun
erindisins verður ljósari, ef skýringu Sveinbjarnar
er fylgt.
Hávamál 26. erindi 3. orð: Vá og vera.
Ósnotr maðr hitki hann veit,
pykkist allt vita, hvat hann skal við kveða,
ef á sér i vá veru; ef hans freista firar.
Orðin í þriðju ljóðlínu: »ef á sjer í vá veru«,
skýrir Finnur: ef hann á sjer hæli í horni.
Sveinbjörn skýrir orðið »vá« = hættu, illviðri,
og orðið »vera« = verja, yfirhöfn (lacerna).
Virðist mjer skýring Sveinbjarnar gefa ljósari
hugsun í umrætt erindi. Hugsunin verður þá
þessi: Heimskur maður þykist allt vita og vera
fær i flestan sjó, ef hann á bót á þjó sin, með
öðrum orðum: ef hann á eitthvað til, er efnum
búinn. Hugsanlegt er og, að »vá« þýði þarna =
hætta, lífshætta, og »vera« sama og verja, vopn,
og verður hugsunin hin sama.
Hávamál 65. erindi 4. orð: lið.
Mikilsti snimma öl vas drukkit,
kom’k í marga staði, sumt vas ólagat;
en til síð i suma; sjaldan hittir leiðr i liö.
Hvað þýðir nú orðið »lið« í ofanrituðu erindi?
Finnur skýrir »lið« = liður eða liðamót, þannig,
að hveimleiður maður hitti sjaldan í liðamótin,
er hann brytjar kjöt. Þetta er óheppileg skýring
og gerir erindið að fullkominni endileysu. 1
skýringu þessari felst hugsunarvilla auðsæ.
Hveimleiður maður þarf engum að standa á baki
við kjötbrytjan. Skýring þessi samþýðist ekki
efninu. Hárr (óðinn) segist hafa komið á sum
heimili of snemma, á önnur heimili of siðla.
Nokkrir húsráðendur kveður hann að hafi sagt
sjer, að ekkert öl væri nú til að veita honum,