Óðinn - 01.07.1931, Blaðsíða 23
ÓÐINN
71
Jeg kem þá að lokum að þeim orðum, er jeg
vil skýra á aðra leið, en þeir skýrendur, sem
jeg hef átt kost á að kynnast. Eru orð þessi
þrjú talsins.
Hýmiskviða 39. erindi 1. orð: hörmeitit.
Próttöflugr kom en véar hverjan
á ping goða vel skulu drekka
ok hafði hver öldr at Ægis
pann’s Hýmir átti; »eitt hörmeitit«.
Er flett er upp skýring Finns á: »eitt hörmeitit«,
fæst að eins þessi úrlausn: »Óskiljanlegt og af-
bakað«. Ekki get jeg fallist á, að ekki sje unt
að skilja, við hvað er átt, þvi Sveinbjörn hefur
skýrt orð þessi meistaralega, sem hans var von
og vandi. Þrátt fyrir það hygg jeg, að orðin »eitt
hörmeitit« sjeu afbökuð. Kem jeg að því síðar.
Sveinbjörn breytir í engu orðunum »eitt hörm-
eitit« nema enda »t« í »þ« = hörmeitiþ, er hann
hefur heimild til, og tekur hann siðara helming
erindisins þannig saman: en véar skulu drekka
vel eitt (= heitt) öldr (= öl) hverjan hörmeitiþ
at Ægis =: en guðirnir skulu drekka vel heitt
öl (nfl. úr ölhitukatlinum) heima hjá Ægi sjer-
hvern línskurðarmánuð = haustmánuð. Ekki
getur það talist nein óleyfileg breyting hjá Svein-
birni, þótt hann breyti »hörmeitit« i »hörmeitiþ«,
þvi að stafirnir: t, ð og þ eru hafðir jöfnum
höndum og eftir geðþótta hvers í fornum hand-
ritum (sbr. orðab. hans, bls. 808 um stafinn t.).
Sagnorðið »meita« kemur fyrir i eddukv. og
þýðir = skera í sundur (sbr. meita manar =
skera fax af hestnm). Hörmeitiðr þýðir eigin-
lega = sá, sem sker hör, sker lín til klæða.
Hörmeitiðr táknar þá haustmánuð, því þá hófu
konur línskurð, fatasauma. Sagnorðið »meita«
er nú fallið brott úr nútíðarmálinu, en þó lifir
enn þá nafnorðið: meitill, og nýmyndin að
»meitla« = höggva í sundur. Sveinbjörn sýnir
og í orðabók sinni með tilvitnunum í fornrit,
að stafurinn »h« er oft feldur úr fyrir framan
raddstaf t. d.: ann fyrir hann. Það er því ekkert
því til fyrirstöðu, að »heitt« geti breyst í »eitt«.
En hvað er það þá, sem gerir skýring Svein-
bjarnar vafasama?
Jeg er ekki svo lærður að jeg viti, hvort
nokkur mánuður á hausti (eða haustið) hafi
verið kallaður línskurðarmánuður. Jeg hygg helst,
að svo hafi ekki verið, og tel eins og próf.
Finnur ekki ólíklegt, að orðin »eitt hörmeitit«
sjeu afbökuð og færð úr lagi.
Jeg legg því til, að »eitt« og »hörmeitit« sje
ritað í einu orði = eitthörmeitit, því jeg hygg,
að orð þetta hafi slitnað í sundur í tvö orð
sakir klaufalegrar og ónákvæmrar skriftar þess,
er rilaði handritið. Enn fremur álít jeg, að síð-
ara »/« í »eitt« hafi upprunalega verið »r« en
ekki t, og fyrsta samstafa orðsins eitr, en ekki
eitt. Þá fáum vjer orðið: eitrhörmeitið, ef vjer
breytum enda-tjeinu í ð, sem vjer höfum fulla
heimild til. Eitrhör er þá sama og eitrtvinni =
ormur sbr. eitrþvengr = ormur (serpens) Lex.
poet. bls. 129. Meitiðr = sá, er sker í sundur,
drepur. Eitrhörmeitiðr er þá = ormabani =
veturinn. Til samanburðar má benda á, að Egill
Skallagrímsson kallar sumarið: dalfiskamiskunn
= ormalíkn (sbr. Eglu, kap. 47).
Sigurðarkviða en meiri, 2. orð: »reiði« (í 2. er.).
Sigurör Grana logi allr lægðisk
sverði keyrði, fyr lofgjörnum
eldr sloknaði bliku »reiði«
fyr öðlingi, es Reginn átti.
Orðin »bliku reiði«, eða 7. Jjóðlínu, telur
Finnur próf. óskiljandi. Þetta er þó tæpast rjett,
því að minsta kosti hafa tveir ágætir málfræð-
ingar, þeir Sveinbjörn og Guðbrandur Vigfússon,
gefið ljósa skýringu á orðum þessum. Báðir
taka þeir orðið »reiði« sem hvorugskyns-orð,
er þýði = söðull, hnakkur (sbr. reiðver nú), en
»bliku« taka þeir sem 3ju pers. þátíðar í fleir-
tölu af sagnorðinu »blíkja«, sem síðar hefur
breytst í veika sögn: blika, blikaði í þátíð. Af
sterku sagnorðsmyndinni »blíkja« finst í forn-
máli að eins 3ja pers. í eintölu nútíðar og 3ja
pers. fieirt. þátíðar: »bliku« (sbr. Völundarkv.
8. er. skildir bliku þeira | við enn skarða mána.
Þarna er orðmyndin »bliku« sýnilega 3ja pers.
þátíðar í fleirt. og þýðir = ljómuðu.
Sveinbjörn þýðir ljóðlínurnar: »bliku reiði,
es Reginn átti: Splenduerunt ephippia, Regino
olim possessa« = söðull Regins ljómaði (nfl.:
í birtu vafurlogans ljómaði af söðlinum, er var
gulli búinn).
1 Corp. poet. þýðir Guðbrandur stað þennan,
ef jeg man rjett: »The saddle of Regin gleamed«.
Er það nákvæmlega sama þýðing og skýring
Sveinbjarnar.
En hvað er þá helst athugavert við þessa
skýring þeirra? Það er tvent. Fyrst það, að
lýsingarorðið: lofgjörnum í 6. ljóðlínu vantar