Óðinn - 01.07.1931, Síða 28

Óðinn - 01.07.1931, Síða 28
76 ÓÐINN Jón Djörnsson og Ragnhildur Erlendsdóttir. Jón Björnsson er fæddur 6. október 1858 á Seljalandi i Hörðudal í Dalasýslu. Foreldrar hans] voru Björn Kristjánsson, fæddur og upp- alinn á Seljalandi, en móðir hans var Hólm- friður Jónsdóttir frá Hrísum í Helgafellssveit, en móðir hennar var Hólmfríður dóttir Gísla Ólafssonar bisk- ups í Skálholti. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum fram yfir ferm- ingu, en var síð- an vinnumaður á ýmsum stöð- um í Hörðudal fram til ársins 1880, en þá flutt- ist hann að Stóra- Fjalli i Borgar- hreppi tilmerkis- hjónanna Kristó- fers Finnboga- sonar og Helgu Pjetursd. Ottesen og var hjá þeim í 2 ár við smíðar, því hann var hagleiks maður, bæði á trje og járnsmiði og ýmsa aðra vinnu, en er þau hættu búskap, var hann í vinnu- mensku á ýmsum stöðum í Borgarhreppi til 1889. Þá byrjaði hann búskap á jörðinni Jarð- langsstöðum í Borgarhreppi og giftist árið eftir Ragnhildi Erlendsdóttur. Hún er fædd 18. októ- ber 1865 á Jarðlangsstöðum. Foreldrar hennar voru Erlendur Guðmundsson, sonur Guðmund- ar bónda á Jarðlangsstöðum Erlendssonar frá Ánabrekku, en kona hans var ættuð af Akranesi. Ragnhildur misti móður sína, er hún var á 8. ári, og bjó faðir hennar með ýmsum ráðskon- um þar til hún var 17 ára, en þá tók hún við allri innanhússtjórn hjá föður sínum og komu þá brátt í Ijós hinir miklu og góðu húsmóður- hæfileikar hennar. Hún átti 4 systkini, sem öll voru yngri en hún, og tvö hálfsystkini, því að faðir hennar var tvígiftur, og varð hún að ann- ast um uppeldi yngri systkina sinna og fórst það sem annað ágætlega úr hendi. Heimilið var í þjóðbraut og var þar því mikill gestagangur og fylgdi honum oft mikið erfiði og umstang og var það ekki minst vegna hins mikla drykkju- skapar sem á þeim árum mátti segja að væri í blóma sínum, en þessu heimili stjórnaði Ragn- hildur með hinni mestu prýði fram til ársins 1889 að hún giftist Jóni Björnssyni, er þá tók þar við öllum búsforráðum af föður hennar. Bjuggu þau síðan 16 ár á Jarðlangsstöðum, en urðu að flytja þaðan sökum þess að eigandi að parti af jörðinni vildi fá sinn hluta til ábúðar, en tvíbýli gátu þau ekki búið í á þessum stað, og fluttu því ár- ið 1905 að Öl- valdsstöðum í Borgarhreppi og hjuggu þar síð- an til 1929 að Björn sonur þeirra tók við búinu. Á Jarðlangs- stöðum bygði Jón Björnsson. Jón öll hús yfir menn og skepn- ur og á Ölvaldsstöðum var alt i kaldakoli er hann kom þangað, svo að ekki var nokkur kofi, sem staðið gæti ári lengur, og varð hann því á tveimur fyrstu árunum að byggja þar öll hús frá grunni. Túnið var þá þýft, en fyrir löngu hefur Jón sljettað það alt og aukið að mun. Mörg störf hefur Jón int af hendi i þágu sveitarfjelags síns, og má t. d. nefna, að sóknar- nefndarmaður hefur hann verið óslitið í 36 ár, í hreppsnefnd í 28 ár, í búnaðarfjelagsnefnd um 20 ár, brunabótavirðingamaður síðan 1908 og úttektar- og virðingamaður um langt skeið. Öll þessi störf hefur hann leyst af hendi með ein- stakri alúð og samviskusemi, enda ber hinn langi starfstími hans í þessum efnum greinileg- an volt þess, hvernig samsveitungar hans hafa metið störf hans og framkomu. Þau Jón og Ragn- hildur hafa nú verið í hjónabandi um 40 ár og hafa eignast 12 börn, eru 10 þeirra í lífi, 3 synir og 7 dætur, og eru þau öll hin mannvænlegustu. Ragnhildur Erlensdóttir.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.