Óðinn - 01.07.1931, Side 29

Óðinn - 01.07.1931, Side 29
ÓÐINN 77 Þeir, sem dvalið hafa langvistum á heímili þessara hjóna, hafa dáðst að hinni ágætu sam- búð þeirra, og hve samtaka og sköruleg öll heimilisstjórn þeirra hafi verið bæði utan húss og innan, í heimili, þar sem mörg börn eru á mismunandi aldri og oft margt vinnuhjúa, þarf að kveða mikið að húsbændunum svo að ætíð sje þar ró og friður, en Ölvaldsstaðahjónunum hefur tekist það báðum jafnt, að hafa þann aga á heimili sínu, án þess að þurfa að beita hörðu við neinn. Hverjum einum var nóg að vita vilja þeirra, og eftir honum fanst öllum sjálfsagt að breyta, og mun það sjaldgæft nú á tímum, að börn og hjú virði svo foreldra sína og hús- bændur, og sýnir þetta máskje einna best manngildi hjónanna. A þessum 40 búskaparárum þeirra Jóns og Ragnhildar, hefur margan gest borið þar að garði, sem með þakklæti minnist gestrisni þeirr- ar og alúðar, sem þeir hafa orðið þar aðnjót- andi, og hinni tryggu vináttu þeirra og dreng- skap í hvívetna munu vinir þeirra aldrei gleyma. G. L. V Guöríöur Pjetursdóttir. Hinn 27. maí siðastl. andaðist frú Guðriður Pjelursdóttir prestsekkja í Höfða við Eyjafjörð. Hún var komin á tíræðisaldur og hafði lifað hjer fagra æfi og starfaríka. Hún fæddist í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd 3. júlí 1840. Foreldrar hennar voru Pjetur Einarsson Hjaltested og Guðríður Magnúsdóttir presls í Steinnesi Árna- sonar biskups á Hólum Pórarinssonar, en amma frú Guðríðar sál. var Anna Þorsteinsdóttir prests í Stærra-Árskógi Hallgrímssonar, föðursystir Jón- asar Hallgrímssonar skálds. Foreldrar henn- ar bjuggu nokkur ár í Saurbæ á móti sjera ólafi föðurbróður hennar, og andaðist faðir hennar þar úr mislingum árið 1846. Nokkru síðar fór hún með móður sinni að Læk í Mela- sveit og var hjá henni til fermingar. Eigi voru skólarnir á uppvaxtarárum hennar eins og nú, en undirbúning sinn undir lífið fjekk hún á hinum góðu heimilum, sem hún dvaldi á. Árið eftir að hún var fermd var hún hjá sýslumanninum í Borgarfjarðarsýslu, á Höfn í Borgarfirði, en 15 ára gömul fór hún til sjera Pórðar Jónassen og frú Margrjetar konu hans, dóttur ólafs Thórarensen á Hofi í Hörgárdal, og var hjá þeim í 6 ár, fyrst i Lundi í Lunda- reykjadal og síðar á ósi í Hörgárdal. En í júní 1861 kom hún að Höfða og giftist prestinum þar, sjera Gunnari Ólafssyni prests Þorleifsson- ar, sem þá hafði fyrir nokkru mist fyrri konu sína af barnsförum og átti 5 ung börn. Þá var frú Guðríður 21 árs, er hún kom að Höfða, og dvaldi þar síðan, það sem eftir var æfinnar, í 70 ár. — Aðkoman var að ýmsu leyti dapurleg, en verkefni mikið fyrir hendi. Sjera Gunnar var að vísu vel gefinn maður og hið mesta ljúfmenni, en efnahagurinn var þröngur og eigi vandalaust að taka við stjúp- móðursk y ldun- um, og setjast að í tvíbýli, því tengdafaðir henn- ar, sjera Ólafur Þorleifsson, bjó á nokkrum hluta jarðarinnar. En alt hepnaðist þetta vel og æfistarf hennar þarna varð blessunarrikt. Má vel heimfæra til hennar hið fagra erindi Þorst. Gíslasonar skálds, sem jeg las nýl. í «Óðni«: »Hún kom eins og geisli, og kvaddi’ eins og geisli, sem kviknar og Ijómar og fölnar og deyr. Menn glöddust, sem hana í lífinu litu. Svo leið hún i burtu og sjest ekki meir«. Hún flutti með sjer gleði og birtu að Höfða, og átti jafnan sinn góða þátt i þeim bjarta blæ, sem hvíldi yfir því heimili, meðan hún dvaldi þar, hversu sem kjörin breyttust. Bau sjera Gunnar og frú Guðríður eignuðust 3 syni, dó einn þeirra ungur, en hinir eru Þórður hreppstjóri í Höfða og Björn, sem lengi var útgerðarmaður á Kljáströnd, en er nú við verslun á Norðfirði. — Um það leyti, sem sjera Gunnar hætti prestsskap, fengu synir hans Pórð- ur og Baldvin skifti á Höfða i staðinn fyrir Greni- vík, sem eftir það var prestssetur allmörg ár, bygðu stórhýsi í Höfða og gerðu þá jörð að Guðriður Pjelursdótlir.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.