Óðinn - 01.07.1931, Page 32
80
ÓÐINN
María V. Hallgrímsdóttir.
Hún er fædd. 21. ágúst 1905, í Reykjavík, dóttir
Hallgríms kennara Jónssonar. Hún fór í Reykjavíkur
mentaskóla að
loknu barnaskóla-
námi. Tók hún
stúdentspróf vorið
1925. Sama ár var
hún rituð í háskól-
ann hjer. Las hún
þar læknisfræði og
lauk prófi síðast-
liðið vor. Regar á
leið sumar, sigldi
hún til Danmerkur
og hefur stundað
par nám síðan.
Sumarið 1929 tór
María til Rýska-
lands í stúdenta-
skiftum og var
sama sumar á stúd-
entamótinu í Nor-
egi. María Hall-
grímsdóttir fjekk
lofun fyrir nokkur-
um styrk á sið-
asta þingi. Ætlar hún að nota styrk pann til frekari
fræðslu erlendis.
sinn, tók hún á heimilið til sín móður sina
aldraða og móðursystur og hafði einnig tengda-
móður sína. Tvö börn tók hún á 1. ári og önn-
ur tvö um 8 ára gömul og ól þau upp til full-
orðins ára. Þurfti mikla umhyggju fyrir öllu
þessu, en fyrir öllu var vel sjeð á Arnarnúpi.
Má af þessu sjá, þótt stutt sje, hver kona
Guðbjörg hefur verið, enda má óhætt segja, að
sveitungar hennar, og allir, sem til hennar hafa
þekt, líta nú á æfikvöldi hennar með aðdáun
og virðing á dagsverkið, sem hún hefur af hendi
leyst. Hún hefur verið alvörukona og ef til vill
lífsatvikin stutt að því, en þó glaðleg og þýð í
viðmóti; fordild er engin í fari hennar, en gest-
risni sjálfsögð við alla, sem að garði ber, og
liðsinni við alla, sem þurfa og hún nær til, því
að góð kona er hún og guðhrædd í besta skiln-
ingi sjálf, og hefur viljað kenna það öðrum, og
því verið fasthaldin á gamlar og góðar heimilis-
venjur. Börn hennar gáfu henni útvarpstæki nú
á áttræðisafmæli hennar og hefur það glatt hana
mjög, því að ekki mun hún nú lengur geta sótt
helgar tíðir, svo sem venja hennar var jafnan.
Af búskap Ijet hún árið 1908 og fjekk þá jörð-
ina í hendur Elinborgu dóttur sinni og manni
hennar, Guðjóni Þorgeirssyni, er búið hafa þar
til þessa dags, og hún dvalið hjá þeim og dvel-
ur enn.
Sorgir hefur hún fengið að reyna, stríð og starf
hefur líf hennar verið, en hún hefur sýnt sig
starfinu vaxna, og nú líta sveitungar, og allir
kunnugir, til hennar sem einnar hinnar mestu
sæmdar- og merkiskonu í hvívetna, sem þeir
hafa átt og þekt, og árna henni heilla á þess-
um tímamótum og verðskuldaðra umbuna fyrir
ágætt æfistarf. j^r j)
#
Sjera Friðrik Friðriksson:
Starfsárin.
Framh.
Næsta dag kom vagn að sækja mig út til Nors,
en það er prestsetur í nánd við Thisbet. Þar bjó
sjera Krarup; var hann maður um fimtugt, lítill vexti
og virtist mjer hann eldri en hann var. Hann var
auðmjúkur maður og mjög elskulegur. Kona hans
virtist vera miklu meiri skörungur en hann; hún las
mjög enskar bækur og hafði þýtt bækling á dönsku.
Þau eiga stálpuð börn og voru tvær dætur heima,
en tveimur sonum hafði jeg kynst, öðrum í Levkey;
hjet sá Kristian og las guðfræði; hinum kyntist jeg
á Skaganum; var sá að læra verslun hjá kaupmanni
þar; hann hjet ]akob, en þriðji bróðirinn, Jóhannes,
var að læra landbúnað á herragarði á Sjálandi. Þessir
þrír bræður koma nokkuð við sögu mína síðar.
Það þótti mjer kynlegt, að alt fólkið tók sjer mið-
degislúr á eftir hádegisverði; var þá dauðakyrð yfir
öllu prestssetrinu. ]eg fór á meðan niður í lystigarð-
inn og rifjaði upp fyrir mjer það sem jeg ætlaði að
segja um kvöldið á samkomunni og hafði næðistíma
til kl. 3, er síðdegiskaffi var drukkið. Lífið á sveita-
prestssetri í Danmörk er mjög kyrlátt og óbrotið;
prestar þar hafa venjulega engan búskap, leigja jörð-
ina sjálfa, og hafa aðeins stóran lystigarð og mat-
jurfagarð. Prestarnir hafa því miklu betra næði til að
lesa og »studera«, en prestar á íslandi; fanst mjer
ólíku saman að jafna kjörum þeirra og kjörum ís-
lenskra presta. — Sömuleiðis áttu prestar í Dan-
mörk hægra með að njóta uppbyggingar og uppörf-
unar í starfi sínu, þar sem oftlega koma til þeirra
aðrir prestar og trúaðir prjedikarar og halda hjá