Óðinn - 01.07.1931, Síða 35
ÓÐI N N
ákaflega góðan mat í miðdegisverð«. — Svo leidd-
umst við heim að húsinu og komst jeg brátt í jafn-
vægi innan um þetta góða fólk. — Um kvöldið var
afarfjölmenn samkoma. Við töluðum þar báðir, bæj-
artrúboði Clausen, sem jeg hef talað um í fyrra bind-
inu, og jeg. Um kvöldið, er við sátum saman á
prestssetrinu, spurði læknirinn mig, hvort jeg gæti
ekki komið aftur, er þessari ferð væri lokið, og talað
á opinberu móti fyrir öllum æskulýð hjeraðsins. Prest-
urinn tók undir það og sagðist skyldi skrifa til Ric-
ards að senda mig í októbermánuði aftur þangað
vestur. ]eg tók vel undir þetta og fann að jeg hefði
ekki að öllu orðið þeim til vonblekkingar, úr því að
þeir vildu að jeg kæmi aftur. Næsta dag var jeg um
kyrt og heimsótti lækninn. Upp frá því tókst með
okkur ágæt vinátta. Hann var hinn mesti ágætis-
maður. — Um kvöldið ókum við til Bækmarksbro
það er járnbrautarstöð og talsvert þorp. Þar predik-
aði jeg í trúboðshúsinu og var það yfirfult af fólki.
]eg átti að fara með næturlestinni kl. 10 og varð
því að fara um leið og jeg hafði lokið predikun
minni. Fyrir utan húsið var niðamyrkur og stóð þar
hópur af pillum, sem höfðu verið að gera hálfgerðar
óspektir meðan á samkomunni stóð. Þegar jeg kom
út, tvístruðust þeir út í myrkrið. ]eg rakst á einn
»Hvað heitirþú?* spurði jeg. »Varðar yður um það?«
»Nei, eiginlega ekki, en mjer þætti gaman að vita
það«. »]æja, jeg heiti ]ust«, svaraði hann dræmt.
»Það er fallegt nafn, það er víst sama og latneska
orðið ]ustus, sem þýðir rjettlátur. Ertu það, ertu
rjettlátur gagnvart Guði?« — »Nei«, sagði hann.
»Hugsaðu nú um að þjer ríður á að verða það,
flýttu þjer að sættast við Guð áður en það verður
of seint*. — ]eg tók í hönd honum og kvaddi hann
og flýtti mjer á járnbrautarstöðina og hjelt leiðar
minnar.
Svo hjelt jeg áfram bæ úr bæ og alstaðar var
mjer tekið opnum örmum. ]eg talaði á samkomum
og kyntist persónlega fjölda af fólki, einkum drengj-
um. Verð jeg nú að fara að hafa hraðan á, því
annars yrði þetta oflangt mál, en um þennan kafla
ferðarinnar hef jeg skrifað svona rækilega til þess
að gefa sýnishorn af ferðum mínum um Danmörk á
þessari þýðingarmestu ferð fyrir mig. ]eg fjekk svo
mikið af brjefum, mest frá drengjum og ungum
piltum, sem skrifuðu mjer um andlega eða sið-
ferðilega erfiðleika sína; jeg sat oft á nóttunni við
að svara þeim brjefum. Þannig fjekk jeg brjef frá
unglingspilti í Álaborg. Hann hjet Gunnar Höyer og
var sonur kennara þar í bænum. Hann gekk í 5.
8H
bekk latínuskólans. Fyrst þegar jeg byrjaði að lesa
brjefið, hjelt jeg að það ætti að vera skammabrjef.
Það byrjaði svo kalt og formlega. »Hr. Pastor Frid-
riksson! Þjer munuð verða undrandi á því að fá brjef
frá mjer, sem þjer aldrei hafið sjeð eða heyrt getið
um. En þjer megið vita, að jeg er vinur Edvards
Matthiessen, og með því jeg hef sjeð að þjer hafið
orðið honum til hjálpar, þá datt mjer í hug, hvort
þjer gætuð ekki hjálpað mjer líka«. Svo kom um
trúar erfiðleika hans og skrifuðumst við á nokkur
brjef. Hann var 18 ára. — þessir tveir drengir í
latínuskólanum í Álaborg urðu svo bestu vinir mínir
þar, og er jeg heyrði Álaborgar getið komu þeir
alt af fram í huga minn.
Snemma í október kom jeg svo aftur til Kaup-
mannahafnar, og dvaldi þar hálfsmánaðar tíma og
talaði þar á ýmsnm stöðum á nálega hverju kvöldi.
]eg hafði margar unaðarstundir í K. F. U. M. og
sjer í lagi með Ricard. ]eg heimsótti marga sunnu-
dagaskóla, þar á meðal sunnudagaskólann í Nazaret-
sókn. Þeim skóla veitti vinur minn Knútur Zímsen
forstöðu. Fann jeg að hann var þar áhrifaríkur og í
mesta uppáhaldi.
Fyrri vikuna er jeg dvaldi í Kaupmannahöfn, fjekk
jeg eitt sinn brjef frá Skovgaard-Petersen, sem þá
var prestur í Maarum á Norður-Sjálandi, og bað
hann mig að hjálpa sjer og messa hjá sjer næsta
sunnudag, Hann hafði fengið veiki þá, sem í Dan-
mörku er kölluð »Præstesyge«, en það er einslags
hæsi, svo mögnuð að varla heyrist hvað menn segja,
og getur verið hætta á að röddin missist alveg.
Hann átti þann sunnudag að ferma og bað hann
mig að taka það að mjer, nema að leggja hendurnar
yfir börnin, það ætlaði hann sjálfur að gera. — ]eg
gat ekki vel sagt nei við þessu, en aftur fanst mjer
það vera mjer um megn að framkvæma hámessu
með fermingu, á dönsku, jeg sem aldrei hafði komið
mjer að, að tóna á íslensku. Með ráði sjera Ricards
skrifaði jeg honum og tjáði honum allan huga minn
í þessu efni, og stakk upp á því, hvort ekki væri
hægt að fá nágranna prest, t. d. sjera Stricher í
Græsted til þess, og skyldi jeg þá messa fyrir hann.
Um þetta gengu svo nokkur skrif og varð þetta úr.
]eg átti að fara næsta laugardagskvöld út til Græs-
sted og hafa hámessuna þar, en sleppa við auka-
verkin. Á laugardagsmorgun hafði jeg óþolandi tann-
pínu og það í insta jaxlinum, svo að ástandið þótti
mjer ískyggilegt. Loks tók jeg í mig ilsku og fór
niður í bæ og rakst þar á tannlæknis-auglýsingar-
spjald og þaut þar upp án þess að gá nánar að. ]eg