Óðinn - 01.07.1931, Qupperneq 36

Óðinn - 01.07.1931, Qupperneq 36
ÓÐINN Ásgeir Ásgeirsson fjármálaráðherra. Mann tók við fjármálaráðherraembættinu af Einari Árnasyni í pinplokin á síðastliðnu sumri. Fæddur er hann 13. maí 1894, sonur Ásgeirs Ey- þórssonar fyrrum kaupmanns og Jens- ínu Matthíasdóttur frá Holti í Reykja- vik, sem dáin er fyrir nokkrum ár- um. Hann tók stúd- entspróf 1912 og guðfræðispróf við háskólann hjer 1915. Var svo um hríð erlendis og síðan við störf í Lands- bankanura par til hann 1918 varð kennari við Kenn- araskólann. 1926 var hann setturfræðslu- málastjóri og fjekk það embætti næsla ár. Frá 1924 hefur hann verið rit- stjóri og útgefandi »Mentamála«, Hann hefur frá 1923 verið þingmaður Vestur-ísfirðinga, og 1925 var hann kosinn í millipinganefnd í bankamálum og dvaldi þá um tíma erlendis til þess að kynna sjer þau mál. Hann var þá einnig fulltrúi íslands á norrænum kennarafundi og á fundi norrænna þingmanna í Finnlandi. 1930 varð hann forseti sameinaðs alþingis og fjekk einróma lof fyrir ágæta og giæsilega framkomu í þeirri stöðu á 1000 ára afmæli alþingis. — Kona hans er Dóra Pór- hallsdóttir biskups Bjarnarsonar. kom inn í biðstofu og eftir örlitla stund er mjer boðið inn. Mjer brá í brún, er inn kom og jeg sá að tannlæknirinn var kona mikil og tiguleg. Mjer datt í hug að hlaupa á dyr, þvt aldrei hafði mjer dottið í hug að láta konur fjalla um tennur mínar. En jeg fyrirvarð mig fyrir að þjóta á braut og settist í djúp- an stól, og alt í einu klemdist hann um handleggi mína og jeg sat þar sem í gildru. Konan kom með töngina og kvaðst ætla að finna hvar jaxlinn væri. Jeg fann alt í einu stóran rikk og hún kom með jaxlinn út. Svo leysti hún mig úr læðingi, Þetta alt tók nokkrar sekúndur, en það kostaði þjár krónur, sem var mikið verð þá. Það verð jeg að segja, að enginn tannlæknir hefur tekið úr mjer tönn betur en þessi kona, enda komst jeg að því seinna, að hún var fræg um alia Európu fyrir tannlækningar sínar. Jeg fór svo heim og lagði mig fyrir um stund, og svo lagði jeg af stað út til Græsted. Næsta dag messaði jeg þar og tónaði í fyrsta sinni á æfinni. Jeg var ekki eins feiminn eins og jeg var þegar jeg hálfu ári seinna tónaði í fyrsta sinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Jeg var dálítið hreykinn með sjálfum mjer yfir því að Skovgaard-Petersen hafði beðið mig að taka messu sína og fermingu; það sýndi mjer traust hans, en varð þó allshugar feginn að sleppa, því jeg treysti mjer ekki til þess. Jeg haiði lofað H. P. Hansen, sem þá var höfuð- ritari (Redactions-sekretær) hjá »Kristelig Dagblad*, að yrkja fyrir hann titilkvæði í Almanak, sem hann var að stofna til og átti að heita: »Hjemmets Al- manak« eða eitthvað á þann veg. En þetta hafði dregist hjá mjer. Einn dag síð- degis kom hann til mín og sagðist þurfa að fá kvæð- ið seinast næsta morgun. En nú stóð svo á, að kl. 6 þá um kvöldið átti jeg að fara af stað í leiðangur til Borgundarhólms og vera þar fjóra daga á ferðalagi. — Jeg afsakaði mig því, og þótti honum slæmt. Svo lagði jeg af stað með litlum eimbát, að stærð og byggingu svipaðan »Suðurlandinu«. Vjer fengum versta veður, storm og mikinn sjógang; getur sjór orðið af- arslæmur í Eystrasalti, vegna þess hve grunt það er. Brátt tók einn og einn að týnast úr tölunni í reyk- ingasalnum. Að lokum var jeg einn eftir og leið þá svo vel, er jeg hafði einn reykingaskálann til umráða, að jeg fór að yrkja og orti kvæði undir sama lagi og Víkingabálkur. Það hafði yfirskrift: »Vnglingen« og byrjaði þannig: Der er Roser paa Kind, Der er Ild i hans Blih, Der er Rhytme og Takt i hans Skridt. — Jeg skrifaði það með blýanti og um morguninn, er jeg kom til Rönne, sendi jeg það óhreinskrifað til H. P. Hansen. Jeg sá aldrei þetta Almanak, en las í bókafregn um það, þar sem þessu kvæði var sjer- staklega hrósað. Svo gleymdi jeg kvæðinu þangað til löngu seinna. Um það á sínum stað. Mjer þótti gaman að koma til Borgundarhólms. Jeg hjelt samkomu í Rönne og þremur öðrum stöð- um. Síðasti staðurinn hjet Allinge og er dálítið þorp hinum megin á eynni gegnt Rönne. Þegar jeg kom þang- að, var enginn að taka á móti mjer og fjekk jeg að vita að kvorki presturinn eða bæjartrúboðinn væru heima. Samt sá jeg auglýstar samkomur þar um kvöldið, þar sem jeg átti að tala. Mjer fanst jeg vera þar eitthvað einmana og leið ekki sem best. Svo á tilsettum tíma fór jeg á fundarstaðinn.'. Fólk var að safnast saman. Það var fremur lítið samkomuhús, Iítill salur og forstofa fyrir framan. Á bekk í forstof-

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.