Óðinn - 01.07.1931, Page 37

Óðinn - 01.07.1931, Page 37
ÓÐINN 85 unni sat lögregluþjónn og fanst mjer hann horfa á mig með athygli. Svo byrjaði jeg samkomuna og þótti leitt að enginn var þar til þess að kynna mig fólkinu eins og átti sjer stað annarsstaðar. Þegar samkoman var vel byrjuð, sá jeg fram í forstofunni að tveir nýir lögregluþjónar voru þar komnir. Mjer datt í hug, hvort nokkuð mundi vera ólöglegt við samkomuna, eða að jeg væri eitthvað tortryggilegur í augum lög- reglunnar. Þegar jeg hafði talað og búið var að syngja sálminn á eftir, kunni jeg ekki við að fara fram á samskot á eftir eins og vant var að vera á samkomum mínum; en það þurfti jeg aldrei að gera sjálfur, heldur annaðist viðkomandi prestur eða fund- arstjóri það. Jeg sleit svo samkomunni, og fólk fór að fara. Jeg sá að tveir lögregluþjónarnir voru farnir en einn sat eftir. Enginn var til að fylgja mjer til náttstaðar míns og gekk jeg því einn niður einmana- legan og brattan stíg, Það var orðið dimt. Jeg heyrði fótatak þungt bak við mig og mjer datt í hugi: »Skyldi það vera lögregluþjónninn, og kæmi og legð hönd á öxl mjer til að taka mig fastan. Jeg hvatti þó ekki sporið og leit ekki aftur, því samviskan var góð. Alt í einu er sagt með gildum róm við hlið mína: »Gott kvöld!« Jeg leit við, það var lögreglu- þjónninn. Jeg bauð gott kvöld og beið átekta. Hann sagði: »Jeg heiti Frederiksen og langaði mig til að þakka yður fyrir yðar góðu ræðu. Jeg hugsaði að það ættu að verða samskot til styrktar málefni yðar. Jeg tók með mjer tvær krónur til þess; gerið svo vel að taka við þeim«. Jeg var nærri farinn að skellihlæja; ekki að manninum, heldur að sjálfum mjer. Hann fylgdi mjer heim og við töluðum um andleg efni. Hann var vel trúaður maður. Næsta morgun fjekk jeg boð frá skólakennara þar í bæn- um að finna sig. Það var aldraður maður og bjó með systur sinni. Jeg kom inn í stofu hans, og með- an hann vjek sjer fram, fór jeg að skygnast í bóka- skáp hans; hann átti fjölda bóka. Jeg rak fyrst aug- un í Postillu Helga Hálfdánssonar og Helga kver og ýmsar aðrar íslenskar bækur. Þegar skólakennar- inn kom inn aftur og við fórum að tala saman, kom í ljós að hann var íslandsvinur hinn mesti, og las og skildi íslensku. Hann var í brjefaskiftum við Morten Hansen, skólastjóra, og var mjög fróður um ísland. Jeg hef því miður gleymt nafni hans. Frá Allinge fór jeg til Rönne og þaðan til Kaupmannahafnar. — Þar dvaldi jeg svo til laugardagsins 19. október. Þá hafði verið, eftir beiðni sjera Busch í Böveing, gerð viku ferðaáætlun. Atti jeg að vera í Bövling sunnu- dag og mánudag og fara þaðan til Lemvig á þriðju- Bjarni Ásgeirsson bankastjóri. Hann er fæddur á Knararnesi á Mýrum 1. ág. 1891, sonur Ásgeirs Bjarnasonar bónda þar og Ragnheiðar Helgadóttur fráVogi á Mýrum. Tók próf í Verslunarskólan- um hjer 1910 og á Hvanneyrarskóla 1913, en 1916-17 var hann við land- búnaðarnám í Nor- egi og Danmörku. Hann rak búskap í Knararnesi 1915— 21, en keypti pá Reyki í Mosfells- sveit og hefur búið par siðan. Hefur hann ráðist par í framkvæmdir, sem eru einstakar hjer á landi, reist gróð- urhús með hvera- hita og eru ræktuð par blóm og ýmsar matjurtir, sem ekki þrífast hjer við venjuleg skilyrði. Eru afurðir paðan seldar á vissum dögum á torgum hjer í bænum. Frá 1927 hefur hann verið pingmaður Mýramanna og einkum beitt sjer fyrir búnaðarmál á alpingi. Hann hefur um hríð átt sæti í stjórn Búnaðarfjelags fslands og i stjórn Mjólkurfjelags Reykjavíkur. í ársbyrjun 1930 var hann skipaður banka- stjóri við Búnaðarbankann. Kona hans er Ásta Jóns- dóttir skipstjóra í Reykjavík. dag. Miðvikudaginn átti jeg að tala í Struer og halda síðan á fimtudag til Odense og tala þar föstudags- kvöld og koma aftur á laugardag til Kaupmanna- hafnar. Af öllum mínum ferðum í Danmörku á því ári, átti þessi ferð að ferða einna æfintýralegust, svo að jeg verð að skrifa nokkuð ítarlega um hana. Laug- ardaginn lagði jeg svo af stað frá Kaupmannahöfn og var mestan hluta dagsins á ferðinni, því að þetta er krókaleið. Á Eimferjunni yfir Stóra-Belti hitti jeg mann frá Álaborg, úr K. F. U. M. Hann tók' mig tali og spurði, hvort jeg gæti ekki komið til Ála- borgar og talað við Unglingadeildina; það liti út fyrir að þar væri að vakna andlegur áhugi, »vakinn af þeim Edvardi og Gunnari vinum yðar«, sagði hann. Jeg sagði að jeg ætti þess engan kost, því þessi Jótlandsferð væri svo skorðuð, að jeg gæti þar engu um þokað, en brátt liði að heimferð minni til íslands. Jeg bað hann að bera drengjunum kveðju mína og

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.