Óðinn - 01.07.1931, Síða 39

Óðinn - 01.07.1931, Síða 39
ÓÐINN 87 minn er minn og jeg er hans«. Jeg byrjaði að tala um smá-syndirnar og smá illa vana, sem hindra guðs- lífið á hjarta-akri vorum og talaði viðstöðulaust í hálftíma. Jeg fann, hvernig áheyrendurnir lyftu mjer og fylgdust með með brennandi athygli. — Þegar samkoman var búin, bjóst jeg við að kynnast hinum og þessum, en þá komu þeir til mín, vinir mínir, Edvarð og Gunnar, og sögðu: »Það eru ýmsir drengir, sem langar til að tala við þig einslega«. Mjer var eiginlega ekkert um það, en sagði auðvitað, að jeg skyldi gera það, ef til væri slíkur einverustaður. — Mortensen auglýsti svo, að allir þeir, sem vildu tala við mig, gætu safnast saman í stofu inn af fundar- salnum, og þar væri lítið herbergi bak við, þar sem jeg gæti talað við einn og einn. Jeg fór þangað inn og beið átekta. Svo kom inn 16 ára piltur, skósmiðs- lærlingur, Emanuel að nafni. Hann virtist vera sorg- bitinn. Jeg spurði hann, hvort það væri einhver »yrðlingur«, sem angraði hann. Hann kvað svo vera, og svo sagði hann mjer frá ástríðu sinni, sem hann fjelli alt af fyrir og hindraði sig í að gefa Guði hjarta sitt. Jeg talaði við hann og bað með honum stutta bæn. Svo fór hann og annar kom, og var það sama sagan með breyttum »yrðlingum«. Jeg talaði við þá, hvern á fætur öðrum. Sjötti drengurinn hafði að eins það fram að bera, að biðja mig að biðja með sjer um það, að hann mætti standa sem rjettur fermingar- drengur fyrir Guði næsta vor. Jeg gerði það, og svo spurði jeg hvort nokkrir væru nú eftir. »Já, það eru margir enn þá«. »En nú er kl. orðin 11, og hvað verður sagt heima hjá ykkur þegar þið komið svona seint?« spurði jeg. Hann sagði: »Það gerir ekki svo mikið til núna, því það er stór eldsvoði á ferðum hjer í bænum, það er stórt »timbur-lager« að brenna«.— Jeg gekk svo með Ingeman litla, hann varð seinna garðyrkjumaður, fram í biðstofuna. Þar sátu enn þá 12 piltar, sem jeg hafði ekki talað við, ásamt þeim sex, sem höfðu verið inni hjá mjer. Hljóðir og þegj- andi sátu þeir, piltar frá 14—18 ára, og biðu eftir nokkurra mínútna samtali, en stofan var þeim megin á húsinu, er sneri að bálinu. Það var svo bjart í stofunnt að gasljósanna gætti varla. Jeg varð svo gagntekinn af einhverju, nærri því dularfullu, að sjá þessa sýn, 18 stálpaða pilta svo hljóða og hugsandi um sín andleg efni, að þeir hirtu eigi um að fara út til að vera við hið mikla bál. Jeg sagði svo við þá alla: »Jeg veit, hvað yður er öllum á hjarta, og það gagnar svo lítið að segja mjer það, það er betra að þið farið heim til yðar og segið Drotni það í ein- rúmi, en nú skal jeg segja yður eina litla sögu áður en vjer skiljum«. Svo sagði jeg þeim söguna af unga manninum í Nain, sem dauður var og fjekk lífið aftur að gjöf og útlagði hana fyrir þeim um hið andlega líf sem Jesús vill gefa þeim, sem í einlægni koma til hans. Síðan sagði jeg: »Svo skulum vjer allir biðja saman*. Síðan fjellu þeir allir á knje, og jeg bað stutta bæn fyrir þeim, svo innilega sem jeg gat, og ætlaðist svo til að alt væri búið, en er jeg sagði amen, þá hóf einn af piltunum, latínuskólapiltur, upp raust sína og bað stutta bæn, nokkrar setningar, svo heitt og innilega, að það var eins og neyðaróp úr djúpinu. Síðan báðu þeir hver af öðrum hátt með sínum titrandi drengjaröddum. Það voru nærri því eins og flugeldar, sem sendir væru upp í sjávarháska. — Jeg hef aldrei fyr eða síðar heyrt neitt líkt. Og yfir oss lýsti eldbjarminn frá hinu mikla báli. — Svo stóð- um vjer þegjandi upp og án nokkurra orða tókumst vjer í hendur og hver fór heim til sín. — Þegar allir voru farnir hafði jeg langt samtal við framkvæmdar- stjórann um drengina, hvernig best væri að hjálpa þeim. Síðan um miðnættið gengum við út á leið þangað, sem jeg hafði næturstað; leiðin lá fram hjá bálinu. Fjöldi af fólki var þar, en ekki hittum við einn ein- asta af þeim 18. — Næsta dag gekk jeg um kring og hitti eins marga 02 jeg gat af piltunum, og um kvöldið kl. 8]/2 komu þeir allir á járnbrautarstöðina til þess að kveðja mig. Þeirri stund þar á járnbrautarstöðinni gleymi jeg aldrei. — Jeg var svo heppinn að verða einn í klefa, enda veitti mjer ekki af því að fá að vera einn með hugs- unum mínum og tilfinningum. Jeg notaði tímann til að biðja fyrir öllum þessum piltum, sem þráðu frelsið og gleðina í Guði. Meðan hraðlestin brunaði suður Jótland og jeg hafði næði til, var jeg að hugsa um þennan atburð, sem jeg hafði fengið að vera sjónar- vottur að; olli sú spurning mjer kvíða. Hvað verður úr þessari hræringu? Verður það bóla sem hjaðnar eða upphaf að dýrðlegu trúarlífi hjá þessum ungu mönnum og piltum. Jeg kom til Odense kl. 3V2 um nóttina og sat til morguns í biðsal stöðvarinnar og notaði tímann til að skrifa pittunum smábrjef, ef verða mætii til upp- örfunar. Kl. 7V2 fór jeg svo upp í bæ, þangað sem jeg hafði mitt heimili þá í Odense, en það var hjá kórdjákna Axel Nielsen, sem jeg hef áður getið um. Hann var kvæntur systur þeirra bræðranna Busch í Bövling. — Um kvöldið hjelt jeg svo samkomu þar í bænum og fór næsta dag til Khafnar. Nú var að eins eftir stuttur tími af Danmerkur- veru minni. Það var ákveðið að jeg færi með s/s

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.