Óðinn - 01.07.1931, Side 43

Óðinn - 01.07.1931, Side 43
ó Ð I N N 91 þroskast, og þegar jeg sá hann síðast, fyrir tveimur árum siðan, er hann var að leita sjer lækninga við meini sínu, bar hann prestinn utan á sjer. Á Breiðabólsstað var mjer sagt að væri opið hús fyrir alla, ekki síst þá er bágt áttu, en þangað jkomu margir, því staðurinn liggur vel fyrir umferðinni. Þessi erindi úr óprentuðum eftirmælum, sem einn af vinum hans, Ásgeir H. P. Hraundal, hefur ort, lýsa betur en annað lífi hans og á- hrifum í þeim stað: Pú gleðinnar hlynur á grænum meið, geisli bjartur á hryggra leið, huggari þess, er harmur skar, hjálpandi þess, er okið bar, skjöldur þeirra’, er skúr og hrið skelfdu, þú varst um æfitíð. Æfi þín öll var Iærdómsljóð, líf þitt var hverjum sönnun góð þroska og dáða’ er þjer bjó með, það hefur fáum verið ljeð slíkt ofurafl, er áttir þú: eilífur sigur, bjargföst trú. Nú ert þú genginn grafar til, góðvinurl þökk þjer flytja vil, þakka þjer drengskap, trygð og traust; trú þín var bjarg, sem efalaust stendur um aldir storma’ og hríð, stóröldur lífs að hinstu tíð. Góðir drengir lifa lengi í minnum vina sinna. Jón Jónsson lœknir. Sl íslensk Elliheimili eru í Iveimur kaupstöðum utan Reykjavíkur, á ísafirði og Seyöisfiröi. Var ísafjarðarheimilið stofnað 1922 í sambandi við gistihús, sem Hjálpræðisherinn reisti par þá, en er nýja sjúkrahúsið var reist par fyrir nokkr- um árum, fjekk Elliheimilið gamla sjúkrahúsið til notk- unar. Eru þar nú um 20 vistmenn. En Seyðisfjarðar- hcimilið var stofnað 1928 fyrir forgöngu kvenfjelagsins þar. Á Akureyri er verið að undirbúa stofnun Elli- heimilis og hefur kvenfjelag bæjarins þar einnig for- gönguna. # Bergþór Bergþórsson og Guörún Siguröardóttir. (Aldarminning). Bergþór var fæddur á Lambastöðum i Álftaneshreppi 1. ágúst 1831, voru foreldrar hans Bergþór bóndi Þor- valdsson og kona hans Kristín Árnadóttir. Eigi alllöngu eftir að Bergþór fæddist, keyptu foreldrar hans jörðina Ánabrekku í Borgarhreppi og hjeldu þar áfram búskap sínum, ólst Bergþór þar upp í foreldrahúsum til full- orðins ára. Snemma hneigðist hugur hans að sjómensku, og 16 ára gamall rjeðist hann til sjóróðra á vetrarver- tíð til Keflavíkur, en 18 ára gamall gerðist hann for- maður fj'rir Duus í Keflavík, þótti hann þá þegar af- burðasjómaður, bæði kjarkmikill, kappsamur og hepp- inn í sjóferðum og aflaföngum. Á þeim árum, sem Bergþór var á ljettasta skeiði, frá 1850—1870, var bátaútvegur í veiðistöðvum við Faxaflóa í mestum blóma, bæði voru þá margar veiðistöðvar þar og skipatala frá hverri þeirra fleiri en fyrir og eftir þann tíma. Pá þektust eigi aðrar fleytur hvorki til fiskiveiða eða ferðalaga en opin skip, þá voru mest notuð fjögra- og sexmanna-för, einstöku maður átti áttæring og þóttu þau skip stór i þá daga. Menn sóttu djarft sjó, og höfðu sjómenn við Faxaflóa orð á sjer bæði fyrir dugnað og þekkingu á meðferð opinna skipa, þótt bæði þá sem fyr og síðar yrði mönnum hált á sjósókninni ef veður spiltist meðan á sjó var verið. Það var siður Mýramanna, að þeir fóru til sjó- róðra á suðurnes á vetrarvertið, og þeir sem höfðu formensku þar, rjeðu til sín skipshöfn af nágrannabæj- unum, en sumir áttu skipin sjálfir, og ýmist reru þeim til fiskjar á vertíð eða höfðu þau til suðurferða á vetr- um, en reru þeim á vorvertíð heiman að, þvi vorfiskiri var mikið stundað alstaðar fyrir Mýrum, alt fram á siðustu aldamót. Bergþór átti sexmannafar, sem hann notaði til milli- ferða vetur og vor, því eins og áður er sagt var hann formaður fyrir Duus í Keflavík á vetrum, og lagði þá útgerðarmaður til skipið. Svo sem að líkindum lætur, lentu menn oft í svaðil- förum á þessum suðurferðum; það var hvorttveggja að leiðin var löng, og ileyturnar litlar, reyndi þá mjög á dugnað skipverja, en þó einkum á þekkingu og stjórn- semi formannsins, kunni Bergþór margar sögur að segja af slíkum ferðum, en þó man jeg sjerstaklega eftir einni ferð, er hann sagði mjer frá, og taldi hana verið hafa með þeim verstu er hann hefði farið. Eigi man jeg hvaða ár það var, en það var einhvern- tíma á milli 1850 og 1860. Vetur var harður, fannkingi mikið og frost, svo að lagði alla firði og víkur langt út í Faxabugt. Pá bjó Bergþór á Ánabrekku, og geymdi skip sitt þar fram yfir hátíðar, en vegna þess að ísalög voru þá svo mikil, að honum þótti sýnt að hann mundi ekki komast út Borgarfjörð þegar hann þyrlti að fara suður, sem vanalega var i miðgóu, þá tlutti hann skipið niður

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.