Óðinn - 01.07.1931, Page 45

Óðinn - 01.07.1931, Page 45
Ó Ð I N N 93 þeim dóu 3 í æsku, en 6 komust til fullorðins ára. Pau voru: Guðrún, gift Eyjólfi Porvaldssyni frá Brennistöð- um, Bergþór, kvæntur Halldisi Guðmundsdóttur frá Hjörsey, Sigurður, ókvæntur, druknaði vorið 1882 við Effersey, Kristín, gift Teiti Pjeturssyni frá Smiðjuhóli, Bergþóra, búselt i Beykjavík, og Halldóra, giftist Krist- jáni Jónassyni frá Straumflrði, nú búsett í Ameríku. Fósturbörn ólu þau upp tvö, sonar son sinn Sigurð SigurðssoD, sem þau tóku er faðir hans dó, og Valgerði systurdóttur Bergþórs. Eftir lát manns síns fluttist Guðrún til Reykjavíkur til Guðrúnar dóttur sinnar, er þar var búsett og dvaldi þar hin siðustu æfiár sín. Hún andaðist 24. jan. 1914, þá 84 ára að aldi, hafði hún ávalt verið manni sinum hinn mesti styrkur og stjórnað heimili þeirra af frá- bærri ráðdeild og dugnaði, en á hana fjellu sem vænta má heimilisstörfin öll innanhúss, en þau voru mikil, því bæði voru börnin mörg og gestkvæmt mjög, þó einkum liin siðari árin, eftir að þau fluttu til Straum- fjarðar, en þau voru gestrisin bæði og tóku vel á móti hverjum, er að garði bar. Munu margir hinna gömlu Mýramanna minnast þeirra hjóna hlýlega, Bergþórs og Guðrúnar úr Straumfirði. Mtframaður. * Hjónin í Efrihólum. Island er ennþá lítt numið land. í meir en þúsund ár hafa grá og gróðursnauð holt eða móar vaxnir viði og lyngi víðsvegar um þetta land beðið þess kyrlát og hljóð, að iðin mannshönd og átakaþjelt leysti gróðurmögn þessara móa úr læðingi, svo að þeir yrðu ham- skiftingar eins og konungsbörn leyst úr álögum og breyttust í iðjagræn, yndisfögur og nytjasæl tún. En aldirnar liðu, móarnir biðu, og manns- höndin hreyfði ekki tækin, sem megnað gátu að leysa álagahaminn. Á síðasta mannsaldri, og einkum þó hin sein- ustu ár, hafa gerst breytingar í þessum efnum. Mönnum hefur skilist, að í skauti þessa lands býr auður og afl, ef fast er knúið á hurðir þeirra töfrahalla, er slíka fjársjóðu geyma Mönnum hefur skilist, að það er í rauninni mikil ham- ingja, að þeir eiga lílt numið land, því að ein- mitt þessvegna bíða þeirra óunnar þrekraunir og einnig niðja þeirra, — einmitt þessvegna bíð- ur þeirra sköpunarstarf, sú tegund mannlegra athafna, sem best megnar að veita mönnunum sannan, lífsfrjóvan þroska, — eínmitt þessvegna eru Islendingar þeir gæfumenn að vera land- námsmenn — landnámsmenn í nýjum skilningi. Og eitt kemur í Ijós eftirtektarvert og æfintýri likast, þegar litið er á nokkrar staðreyndir í landnámi síðasta aldarfjórðungs. Svo gott land er ísland, ef gæði þess eru numin og notuð á rjettan hátt, að suðrænni lönd standast ekki samanburðinn. Ein slik staðreynd á að tala hjer. Og hún er sönnunardæmi þess, hversu glæsileg sköpunarverk gerast nú með þjóð vorri. Og gæfusamt hlutskifti hlotnast þeim manni, sem vinnur slíkt sköpunarverk, því að hann er einn af höfuðsmiðum gróanda þjóðlífs. Einn þessara manna er Friðrik bóndi Sæ- mundsson í Efrihólum i Presthólahreppi í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Friðrik fæddist 12. maí 1872 að Skógarseli í Reykdælahreppi. Foreldrar hans, Sæmundur Jónsson og Þórný Jónsdóttir, áttu margt barna, og var því hagur þeirra jafnan þröngur. Ur föð- urgarði fór Friðrik því þegar hann var 10 vetra og var síðan í vinnumensku um 20 ára skeið. Löngum var kaupið lítið, og ekki var borist mikið á í ytri háttum fyrir skuldafje. En brátt kom það í ljós, að Friðrik var frábær að kappi og trúmensku í hverju starfi, þar sem hann vann ávalt með jafn mikilli elju og árvekni í annara þágu, eins og um hagsmuni sjálfs hans væri að tefla, hvort sem var á degi eða nóttu, enda sóttust menn mjög eftir honum sem vinnu- manni. Fjármaður var hann með afbrigðum, og mun þar hafa að allmiklu leyti falisl grundvöll- urinn að hagsæld hans síðar. Fyrstu kindina eignaðist hann, þegar hann var á 19. ári, og upp frá því tók honum að græðast fje, þótt hægfara gengi í fyrstu, svo sem að likindum lætur. En ráðdeild og sparsemi voru jafnan í för með hon- um, og aurarnir urðu að krónum. Friðrik kvæntist árið 1901 Guðrúnu Halldórs- dóltur frá Syðribrekkum á Langanesi, en hún er fædd 12. júlí 1882, og reistu þau bú að Þór- unnarseli í Kelduhverfi, þar sem þau dvöldust tvö ár. En vorið 1903 fluttust þau að Efrihólum og hafa búið þar siðan. Þegar þau komu að Efrihólum, sem er nokkuð afskekt býli fast við heiði þá, er liggur milli Núpasveitar og Þistil- fjarðar, var jörðin smákot eitt og harla ljeleg húsakynni. Túnið var um 9 dagsláttur að vísu, en mikið af því kargaþýft, og varð naumast komið við öðrum tækjum til sljettunar en spaða og kvisl, enda er langmest af jarðabótnm Frið- riks með þessum tækjum unnið. Engjar eru

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.