Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 4
140
ar, hvorki tilteknum eignum nje stjettum, en hins veg-
ar virðist skattfrelsi það, sem nýbýlingum er heitið í
tilskip. 15. apríl 1776, 9.—11.gr., að ná til hans.
B.
Skattur á lausafje.
1. Skattur þessi er lagðuráallt það lausafje, sem
telja ber fram til tíundar, eða á tíundbært lausafje; en
um það, hvaða lausafje sje tíundbært, og einkum um
það, hvort bæði arðberandi og óarðberandi lausafje,
eða einungis hið fyr nefnda sje tíundbært, hefur menn
greint á um langan aldur1. Ur þessum ágreiningi er
ekki skorið með tíundarreglugjörðinni 17. júlí 1782; en
eptir að hún kom út, fór sú skoðun smámsaman að ryðja
sjer til rúms, að ekki þyrfti að telja fram til tíundar
annað lausafje en það, sem lagt er í hundruð í nefndri
reglugjörð, og enda það ekki allt. þ>annig fór það að
viðgangast, að telja ekki annað lausafje fram til tíund-
ar en fjenað og skipastól, og hafði það viðgengizt mjög
lengi um allt land, áður en lög um lausafjártíund 12.
júlí 1878 komuút. í lögum þessum segir ekki með ber-
um orðum, hvaða lausafje skuli telja fram til tíundar,
heldur mælir 1. gr. þeirra, sem er aðalákvörðunin í
þessu efni, að eins svo fyrir, að hver maður, sem á
hálft hundrað í tíundbæru lausafje, eigi að tfunda það
áhverjuári2. f>egarþá á að leysaúr þeirri spurningu,
hvaða lausafje sje tíundbært eptir hinum nýju tíundar-
1) Sjá Bjarni Thorsteinson: Om kongelige og andre offentlige
Afgifter samt Jordebogsintrader i Island. Kbhavn 1819, 43.—47. bls.
Halldor Einarsen: Om Værdiberegning paa Landviis og Tiende-
ydelsen i Island. Kbbavn 1833, 87.—99. bls. Jón Pjetursson:
íslenzkur kirkjurjettur, Reykjavik 1863, bls. 169—178.
2) par sem segir i 5. gr. laganna: „Hver maður skal telja fram lausa-
fje sitt til tíundar, eins og það er til“, þá verða þessi orð ekki skil-
in svo, að allt lausafje skuli talið fram til tíundar undantekningarlaust,