Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 13
149
fullnaðarúrskurð á kærur.yfir úrskurðum skattanefnda;
en samkvæmt lhbr. 3. febrúar, 20. marz og 20. septem-
ber 1879 er yfirskattanefndunum, efþeim virðist skrám
skattanefndanna í einhverjum atriðum ábótavant, bæði
skylt ogf heimilt, enda þótt enginn gjaldþegn hafi kært,
að heimta ýtarlegri skýrslur frá skattanefndunum um
þessi atriði, og síðan að leiðrjetta tekjuskrárnar. |>að
væri að vísu æskilegt, að yfirskattanefndirnar hefðu
þetta vald, en hvort það verður samrýmt við tekju-
skattslögin, er vafasamt; að minnsta kosti virðist yfir-
skattanefnd ekki heimilt að hækka skattgjald nokkurs
gjaldanda, án þess að hafa veitt honum færi á að bera
hönd fyrir höfuð sjer.
Hver, sem móti betri vitund skýrir rangt frá
tekjum sínum til skattanefndar eða yfirskattanefndar,
sektast um fimmfalt gjald við það, sem undan er
dregið; en komist undandrátturinn ekki upp fyr en
eptir lát gjaldanda við skipti á búi hans, skal greiða
af búinu tvöfalt gjald við það, sem uridan hefur verið
dregið.
3. Tekjuskatt af eign geldur eigandi, hvort held-
ur er karl eða kona, ungur eða gamall, og hverrar
stjettar sem hann er. Sömuleiðis gjalda hlutafjelög,
verzlunarfjelög og önnur slík fjelög og stofnanir, tekju-
skatt af arðinum af eignum sínum, að svo miklu leyti
sem hann ekki rennur allur til einstakra manna, sem
búsettir eru hjer á landi. Dvelji maður um stundar-
sakir erlendis, án þess að bregða heimili sínu hjer á
landi, geldur hann skatt eins og hann væri innanlands,
og ef maður, sem ekki á heimili hjer á landi, hefur
tekjur af jarðeign hjer, á hann að gjalda skatt afþeim
tekjum, en ekki af tekjum af annari eign. Lands-
höfðinginn sker úr því, hvort útlendir menn, er dvelja
hjer um stundar-sakir, en ekki reka hjer neina atvinnu,
sjeu skattskyldir.