Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 16
152
legar sökum örbyrg’ðar gjaldanda, koma ekki til
greina, sbr. lhbr. n. janúar 1879.
c. Tekjur af biðlaunum, eptirlaunum, lífeyri og öðru
þess konar styrktarfje.
d. Tekjur af alls konar vinnu, andlegri og líkamlegri.
Tekjurnar skulu taldar, eins og þær voru næsta
almanaksár á undan niðurjöfnuninni, og eru skattskyldar,
til hvers svo sem þeim er varið, hvort heldur gjaldandi
hefur varið þeim sjer og vandamönnum sínum til við-
urværis og nauðsynja, nytsemdar eða munaðar, til þess
að borga skuld, eða til þess að færa út atvinnuveg
sinn, eða til þess að afla sjer fjár — þar með talinn
lífeyrir eða lífsfje handa einhverjum eptir sinn dag
eða því um líkt — til gjafa eða hvers annars sem
vera skal.
Frá öllum tekjum af atvinnu skal draga kostn-
að þann, sem gengið hefur til að reka hana, og á
það einkum við atvinnu þá, sem nefnd er undir staflið
a; með þeim kostnaði má samt ekki telja það, sem
gjaldandi hefur varið til heimilisþarfa, nje heldur vinnu
gjaldanda nje konu hans, nje heldur vinnu vandamanna,
nema þeir hafi að staðaldri gegnt störfum þeim, sem
annars hefðu verið unnin af launuðum verkamönnum
eða aðstoðarmönnum. það eru ekki tekjur, er maður
eyðir höfuðstóli sínum eða tekur lán. Frá tekjum af
embættum má telja skrifstofukostnað, og hið sama
virðist einnig vera um veizlukostnað þeirra embættis-
manna, sem lagt er borðfje úr landssjóði ; annan kostn-
að við rekstur embættis, svo sem ferðakostnað og
hestahald, má ekki draga frá, sbr. lhbr. 2 7.janúar 1880.
Sömuleiðis má draga frá embættistekj um eptirlaun og
aðrar kvaðir, sem á embætti hvila, en með slíkum
kvöðum er ekki talinn skyldukostnaður embættis-
manna til þess að kaupa konum sínum lífsfje eptir
sinn dag.