Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 28
164
1878, ber að greiða 5 aura af hverjum potti, hvort sem
það er flutt i stórum eða smáum ílátum, sbr. lhbr. 29.
júni 1878.
b. Af brennivíni og vínanda, hvort sem það er
flutt í stórum eða smáum ilátum, ber að greiða af hveij-
um potti:
með 8 stiga styrkleika eða minna .... 30 aura
yfir 8 — ----- og allt að 12 stig. fullum 45 —
yflr 12 — ................................60 —
Á tollskrám þeim og vöruskrám, sem skip eiga að
hafa samkvæmt lögum 15. apríl 1854, 8. gr., skal á-
vallt tilgreina styrkleika brennivins og vínanda; sje
það ekki gjört, á tollgreiðandi að greiða hæsta gjald,
nema hann á sinn kostnað láti rannsaka það, er hing-
að kemur, og fái vottorð lögreglustjóra um styrkleik
þess1. Með brennivíni telst ekki frakkneskt brennivín
(eau de vie, cognac), skozkt eða írskt brennivín (whisky),
einirberjabrennivín (génever) nje romm, nje heldur
kryddvín, sem búin eru til úr brennivini eða vínanda,
svo sem kirSuberjabrennivín (ratafia) eða því um likt,
sbr. rhbr. 8. nóvember 1877. Af öllum slíkum áfeng-
um drykkjum skal greiða toll eins og segir í staflið d.
c. Af rauðvíni og messuvíni á að greiða 15 aura
af hverjum potti, í hverju iláti sem það er flutt. Með
orðinu „rauðavín“ mun einkum vera átt við frakknesk
vín, sem kennd eru við Bordeaux og Bourgogne, en
ungversk rauðvín virðast þó verða að sæta sömu kjör-
um; með „messuvíni“ mun aptur einkum vera átt við
frakkneskt vín, sem venjulega hjer á landi er haft til
útdeilingar við altarisgöngu, og sem öðru nafni er nefnt
„gamalvín“, en þó virðist með messuvíni mega telja
hvitt frakkneskt vín, sem einnig, að minnsta kosti á
Frakklandi, er haft til útdeilingar við altarisgöngu.
1) Sbr. XI B 3 hjer á eptir.