Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 68
204
afbrot með, má gjöra upptæka með dómi, ef
það þykir nauðsynlegt í þarfir hins opinbera.
Einnig má kveða á með dómi, að þeir munir
skuli gjörðir upptækir, er fengizt hafa fyrir glæp
og enginn á löglegt tilkall til; almenn hegning-
arlög 25. júní 1869, 35. gr.
d. Samkvæmt 123. gr. hegningarlaganna ber að
dæma landssjóði gjafir þær eða ávinning, sem
embættismönnum hefur verið mútað með, eða þá
jafnvirði þeirra.
e. Samkvæmt sóttvamarlögum 24. október 1879, 4.
gr., er varningur og hvað helzt annað, er menn
reyna að flytja hjer til lands eða fá flutt gegn
flutningsbanni, upptækt, og rennur andvirði þess
í landssjóð, ef eigi ber að eyða því sökum
sóttnæmis.
6. Dánarfje og arfur, sem enginn erfingi leiðir sig
að, sbr. NL. 5—2—11 og konungsbrjef 9. nóvem-
ber 1825, rennur í landssjóð, sömuleiðis fje, sem
skuldheimtumönnum er lagt út á skiptum og
þeir ekki vitja.
7. Vogrek. Opið brjef 4. maí 1778, 1. gr., og lög
um skipströnd 14. janúar 1876, 22.—25. gr„ sbr.
opið brjef 2. apríl 1853. Andvirði strandaðra
skipa og fjármuna — hvort heldur er heil skip
eða brotin, skipsbátar, akkeri, kaðlar, siglutrje
eða annar skipsreiði eða áhöld, eða það er heil-
ar tunnur, eða annað góz eða varningur, sem skip
kann að hafa haft innanborðs — rennur í landssjóð,
ef enginn eigandi nje umráðamaður er með, og
enginn helgar sjer það innan árs og 6 vikna, frá
því að það hefur verið auglýst á þann hátt, sem
segir í 22. gr. skipstranda-laganna. þó eignast
landeigandi smá einstök brot af skipum og bátum,
sem ekki eru 30 kr. virði, sbr. opið brjef 4. maí