Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Síða 95
231
konungi eptirgjald eptir verzlunina, semsé 20 rd. sp.,
eða 30 krónudali fyrir hvert skip, það ár 21 alls, sem
til íslands komu............................630 krd.
og 16 rd. eða 24krónudali fyrir hverja höfn,
hafnir alls 21............................504 —
og þess utan afgjald af Vestmannaeyjum . 1200 —
eður alls................................2334 —
f núveranda peningagildi..................15560 kr.,
þá er fyrst aðgætandi hlutfallið milli peningaverðs og
landaura. J>renns konar peningar voru þá brúkaðir,
semsé riktsáahirmn (spesían) á 96 sk., kúrant-dalur-
inn á 80 sk., og krónudalurinn á 64 sk. Alinin í land-
aurum var þá jafnaðarlega reiknuð 31/5 sk., og þegar
þess er gætt, að 1 skildingur þá var jafnvægi 2 sk.,
eptir það spesían var reiknuð á 192 sk., þá verður al-
inin á 62/5 sk. eða 12—13 aura í núverandi pening-
um. Með öðrum orðum: peningar voru þá hér um
fimm falt meira verðir en nú, eða ein króna þá
var jöfn 5 krónum nú. J>að er því fremur óhætt að
reikna þannig, sem fiskvirðið í höfuðbókinni stundum
er reiknað lægra en 1 s/5 sk. þ>ví næst ber að hafa sér
hugfast, að íslenzki varningurinn er ávalt reiknaður
með innkaupsverði á íslandi, en ekki er hægt að sjá,
hvað græðzt hefir á honum, eða stundum tapazt í út-
löndum. Sömuleiðis er aðflutti varningurinn reiknað-
ur eptir framtali verzlunarstjórans á íslenzku höfninni,
eður eins og hann seldist þar, að viðbættum kostnaði,
flutningi, skipsgjaldi og hafnatolli. Agóða megin hjá
verzlununum eru taldir vöruforðar og kaupstaðarskuldir.
Eg ætla það ekki ófróðlegt, að sýna í töflunni, sem
hér á eptir fer, hvernig vöruflutningar skiptust niður
á hinar 21 hafnir, sem siglingar komu þá til: