Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 99
235
og sem taldi hér goooo manns rétt eptir bóluna; en í
henni reiknar Hannes Finnsson (L. L. F. R. XIV, 184)
að fallið hafi um 18000 manns. Ætti mannfjöldi hér á
landiámiðri 17. öld eptir því að hafa verið um 100000
(sbr. Deo, Regi, Patriæ, bls. 29—30). En látum þetta
veraýkjur, og setjum fólkstöluna álíka ognú, 70—80000
manns, því svo mikið veit maður nokkurn veginn á-
reiðanlega, að 1703 voru hér yfir 50000 manns (sbr.
Olavius, bls. 657); en allur síðari partur 17. aldarinnar
var einn harðindabálkur frá 1657 og öldina út. Er t.
d. reiknað, að frá páskum 1674 til 1675 hafi í fúngeyjar-
þingi dáið 1100, og í Múlaþingi 1400 manns af harð-
rétti. Sama átti sér stað 1684; og 1695—1696 dóunyrðra
margir af hungri. Má því nærri geta, að fólk hafi um
miðja öldina verið miklu fleira en í byrjun 18. aldar,
og fækkaði það þó einnig frá 1700 til 1703 (sbr. Hann-
es Finnsson 1. c.) Verður þá ofan á, að landsbúar að
tiltölu framleiddu miklu meiri verkaða landvöru (smjör,
vaðmál, prjónles), en aptur minni hrávöru og sjávar-
vöru. J>ó mun þetta ljósara, þegar búið er að skýra
frá hinum árunum á síðari öldunum.
Kaupstaðarskuldir voru 1655 á öllu landi á við það,
sem þær nú eru í einni af landsins stærri verzlunum.
Nú er víst um það, að þetta sannar ekkert um efnahaginn,
ef eigur landsbúa eru þeim mun meiri nú en þá. En—
þetta getur ekki verið, því eigur landsbúa í fasteign
eru ekki meiri, nema í kaupstaðarhúsum, sem trygð
eru gegn eldsvoða, í fríðum peningi ekki eins miklar,
þó sauðfé kunni nú að vera nokkuð fleira en þá, sem
að öðru leyti er erfitt að vita með vissu, þegar ullin
var að mestu unnin í landinu, og mikið útflutt af vað-
málum, en lítið aðflutt af útlendum dúkum nema helzt
segldúkur og nokkuð af klæðum. Aptur á móti voru
skip og bátar færri þá en nú; en það er gömul hag-
fræðissetning, að fríður peningur, þó það þurfi að yngja