Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 100
hann upp, er rétt talinn höfuðstóll, en sjávarútvegur
allur er að hálfu höfuðstóll, að hálfu eyðslufé, sökum
kostnaðarins á veiðarfærum ár hvert, og sökum þess,
að hann á stundum, þegar ekki aflast, gefur enga rentu,
en þarf ávalt viðhalds. Fríður peningur gefur stöðuga
rentu, sé honum haldið við.
Loks skal þess getið, þótt þetta sanni lítið af
eður á, að félagið þetta ár tapaði á íslenzku verzlun-
inni 2303 krd. „ mrk. 6 sk., eður, eptir núverandi pen-
ingaverði, 15353 kr. Hitt er merkilegra, að það tapaði
á öllum höfnum austan- og norðanlands, nema Skaga-
strönd, en vann á öllum höfnum sunnan- og vestan-
lands, nema Dýrafirði og ísafirði. Mun það koma hér
fram, að verzlunin hér á landi yfir höfuð er haganlegri
fyrir kaupmenn á sjávarvöru, en landvöru, og er því, fyrst
verzlun vor ekki er færandi, eðlilegt, að kaupmenn
hafi getað komið því lagi á, sem vorir eldri hagfræð-
ingar (Olafur Stefánsson, Skúli fógeti, Hannes Finnsson,
Jón Eiríksson og Magnús Ketilsson) kvarta yfir, að
sjávarútvegurinn er orðinn í fyrirrúmi fyrir landbúnað-
inum. Er þetta mjög skiljanlegt, því auk þess að
kaupmenn 1 sjávarvörunni fá mikið farmmegn, þá út-
heimtir sjávarútvegurinn svo mikinn aðflutning af út-
lendum varningi (veiðarfærum, timbri, salti o. fl.), sem
kaupmenn græða á, þó þeir, ef til vill, á stundum bíði
halla af sjálfu fiskætinu og lýsinu; en landbúnaðurinn
fer sinna ferða, hvað sem aðfluttu vörunni líður. Til
þess að geta flutt út tólk, smjör, kjöt, þarf ekki ann-
an aðflutning, en nokkurt salt og ílát, og þau flytur
verzlunin handa sjálfri sér nú á dögum bæði undir
tólk og kjöt. Um smjör hefir í margt ár ekki verið
umtalsmál. Sjávarútvegurinn drekkur því mikið af
arðinum í sig aptur, þótt hann heppnist, sökum þess
hvað til hans gengur af útlendri vöru. Landbúnaður-
inn er ekki kominn upp á neinn aðfluttan varning.