Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 103
239
jafnvel líklegt, að nautpeningur hafi frá 1655 til 1760
fækkað um helming, eða alt að því, líkt og mannfólk-
ið. Alténd mun óhætt að telja tölu á nautpeningi
1655: hér um 50000. f»ar á móti er ekki ólíklegt,
að sauðpeningur hafi þá verið heldur færri, en nú;
því óskiljanlegt er, að öll sú ull, sem kemur af 5—
800000 fjár, hafi getað orðið unnin í landinu sjálfu, en
nú vita menn, að ekki var flutt út eitt ullarpund, nema
ullin á haustgærunum, Hefir líklega sá siður haldizt
hér til þess tíma, sem fornmenn höfðu, að stunda að
tiltölu meira kúa- en sauðabú. Er t. d. auðséð á skipt-
ingu Kirkjubæjar-búsins í Sturlungu (II, bls. 108), að
nautpeningur var að tiltölu fleiri en sauðpeningur í
fornöld. Helmingur búsins var: „30 kýr, 12 kúgildi
ungra geldneyta, fjögur arðuryxn11. en ekki nema 100
ær, 50 geldingar, sjötygi veturgamalla sauða. Hafa
íslendingar langt fram á aldir stundað jörðina meir,
en treyst minna upp á útiganginn. Hefir heyskapur
því hlotið að vera miklu meiri þá en nú. En — úr
heyskapnum fer að draga þess meir, sem meira er
treyst útigangi. Útigangurinn eflir fjár- og hesta-
íjölda, heyskapurinn nautafjölda. Eitt vita menn af
gömlum bréfum frá 14. og niður á 17.ÖW, að ásumum
jörðum, sem enginn veit til að hafi af sér gengið af
völdum náttúrunnar, t. d. Reykhólum vestra og Reyni-
stað í Skagafirði, var tífaldur nautpeningur við það,
sem nú er, og kallast að minsta kosti hin síðari jörðin
nú vel setin.
Sauðfénað er ekki ómögulegt að Olafur Stefáns-
son telji of ríflega, og fylgi eg þar heldur þorkeli
Fjeldsteð og getgátu síra Arnljóts Olafssonar á tilvitn-
uðum stað, og ætla á, að hann hafi numið hér um
367000. Hross tel eg aptur eptir O. Stefánssyni: 32684.
Arið 1760 er ekki lengur talað um útflutning afsmjöri
og litið af kjöti; þáerhann mestmegnis fólginn ítólk,