Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 114
250
kosti . . . ........................758668 að tðlu,
eða rúmum...........................300000 fleira, en
fram var talið eptir töflunum. f>etta, ef nokkurn veg-
inn rétt er, sýnir nú framtalið, og hvað byggja má á
töflunum í Stjómartíðindunum, þegar um sauðfé og
líkast til einnig hross er að tala. Hafa hross sjálfsagt
verið miklu fleiri, en hér segir, en hve miklu skakkar,
er ómögulegt að hafa neina hugmynd um.
Altsvo, eptir þvi sem á undan er gengið, úti-
gangsstefnan hefir haldið sér í landbúnaði vorum. Kýr
og nautpeningur fækkar framvegis og er skoðaður hér
á landi sem lítilvæg búbót, sökum dropans á vetrar-
dag. Hversu heilladijúgt þetta búskaparlag er, mundi
einn harður vetur um land alt, einn Lurkur eða einn
Hvítivetur sýna berlegar, en eg vil óska. f>ví færri
sem kýrnar eru f landinu, þess minni björg er við að
styðjast, ef drottinn sendir einn eður tvo fellivetra;
því margt munþáhrökkva upp af bæði af hrossum og
sauðfé, og þess því miður sumstaðar ekki langt að bfða.
Opin skip og bátar voru 1875, eptir töflunum í Stjórn-
artíðindunum 1878, B, bls. 89:................. 3342
filskip........................................60
Alls: 3402
og bendir þetta einnig að framförum í að stunda sjáv-
arútveg, *en hvort hann er rétt stundaður, og hvort
hann allajafna borgar sig, það er annað mál. Eitt er
vfst, að hann er einkar vel lagaður til að útvega láns-
traust hjá kaupmönnum. Sá maður, sem vitanlega
lætur ferju ganga, fær jafnan lán fyrirfram, því sem
nemur hlutarvon hans á vertíð, og sér í lagi ef hann
tekur salt út rfflega, því jafnmörg skippund af saltfiski
býst kaupmaðurinn við hann leggi inn að sumrinu,
eins og hann tekur tunnur af salti á árinu. f>ó efa
eg, að þessi atvinnuvegur geti nokkurn tíma orðið
annar eins máttarstólpi undir efnahag landsins, eins og