Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 116
252
mikla (1233), eymuna hinum mikla (1290—91), hrossafellis-
vetri{ 1313), fellivetrihinummikla (1331), snjóvetrihinum
mikla (1406), harðavetri (1552), píningsvetri (1602), svella-
vetri (1625), rolluvetri (1648) og mörgum fleirum. Er
það í annálum vorum tekið fram um alla þessa vetur
og marga fleiri, að þá hafi fallið fé og hross, sem ekki
höfðuheyþ>ví hætt er við, að vér séum ekki betur
undir þá búnir, en forfeður vorir, sem alt fram á 17.
öld þoldu þá svo vel, að þess er að eins lauslega get-
ið, að sá og sá vetur hafi harður verið, að undantekn-
um eingöngu vetrinum 1118, rétt eptir fráfall Gissurar
biskups; mun þó, til dæmis að taka, veturinn 1227,
þegar Snorri Sturluson sendi Jón son sinn Murta á
þúngnesþing við sjöunda mann, „og höfðu þeir einn
hest“, ekki hafa blíður verið (Sturl. V, 46. kap). For-
feður vorir gátu ekki treyst því, þegar illa tókst til,
að fá mat til láns í kaupstaðnum bæði handa mönnum
og skepnum; þeir urðu, næst guði, að treysta sinni
eigin framsýni. Enda munu kaupstaðirnir enn þá reyn-
ast þurfamanninum matarlitlir. En — þá er landssjóð-
ur og viðlagasjóður, og mun þeirra leitað verða, ef í
hart fer, hversu mikið sem svo surnum finst um dugn-
að landsmanna og framfarir í búskap og velmegun.
Mun þá reka að spádómi Lehmanns heitins, að íslend-
ingar muni safna í sarpinn nokkur ár eins og rjúpan,
en eta svo alt upp á einum eða tveim hörðum árum.
Vér, sem nú lifum, höfum engan harðan vetur yfir alt
land séð; Norðlingar og Vestfirðingar hafa orðið fyrir
einstaka skráveifu. Vér höfum hingað að ekki lifað
að sjá hafís kringum alt land alt að Grindavik, eins
og skeði 1605, ekki umhverfis Suðurnes, eins og 1615,
ekki fyrir Reykjanesi, eins og 1695; ekki höfum vér
séð riðið úr Garði yfir Stakksfjörð inn á Vatnsleysu-
strönd, eins og gjört var 1699; ekki höfum vér lifað,
að ís væri gengur milli allra Breiðafjarðareyja, eins og