Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 119
og kunnugt er, skiptir tilskipun þessi vegunum í þjóð-
vegi og aukavegi. Til þjóðveganna, sem voru allir
helztu bygðavegir og fjallvegir, var lagt peningagjald,
sem átti að nema hálfu dagsverki eptir verðlagsskrá
fyrir hvern verkfæran karlmann frá 20 ára að 60; en
vegagjörðir á aukavegum áttu að framkvæmast með
skylduvinnu af íbúum hvers hrepps. Gjald það, sem
þannig árlega var lagt til þjóðveganna, er nokkuð
breytilegt eptir verðlagsskránum, en má teljast að vera
hér um bil það, er nú skal greina:
í norður- og austuramtinu....................5400 kr.
- suðuramtinu...............................5200 —
- vesturamtinu...............................3800 —
á öllu landinu..............................14400 —
þ>ótt nú gjald þetta kunni að sýnast ekki mjög
lítið, þegar það er skoðað út af fyrir sig, verður
það þó sára lítil upphæð, þegar það er borið sam-
an við lengd veganna á landi voru og þess gætt,
að mikið af því hlaut að ganga til að halda við veg-
unum, svo að þeir yrðu eigi ófærir yfirferðar, og var
þá ekki furða, þótt lítið yrði eptir til nýrra vegagjörða,
sem nokkuð kvæði að, einkum þegar hvert hérað, eins
og vonlegt var, dró til sín sem mest af gjaldi því,
sem þar greiddist, til að bæta úr þeim þörfum, er því
lágu næst, en við þetta tvístruðust hin litlu efni. Eink-
um urðu fjallvegirnir næstum alveg útundan með allar
vegabætur.
Með lögum 15. október 1875 hefir vegamálinu
þokað meira áfram en nokkru sinni áður; enda hefir
fjárveitingarvaldið síðan sýnt, að það vill, að lögþessi
verði eigi dauður bókstafur sökum íjárskorts. þannig
hefir verið lagt til vegabóta í fjárlögunum 1876 og 1877
fyrir bæði árin 15000 kr., fyrir 1878 og 1879 fyrirhvort
árið 15000 kr., og fyrir 1880 og 1881 hin sama upp-
hæð. Lög þessi skipta vegunum i fjallvegi og bygffa-