Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Qupperneq 129
265
um úr Glúmu, og er það alt prentað stafrétt með hinni
mestu nákvæmni, eptir því sem bezt verður séð án
samanburðar við handritin, og er annað brotið nú
geymt í ÁM. 564 A í 40, en hitt er brot af Vatns-
hymu og geymt á sama stað. Vér látum oss nægja
að vísa til formála útgefandans um þessi merkilegu
skinnblöð. Enn hefir útg. tínt saman úr Landnámu
það, sem snertir Glúmu, og er það prentað í við-
auka sér.
Á stöku stað hefir útg. vikið frá Möðruvallabók,
og lagfært sögutextann, annaðhvort eptir Hólaútgáf-
unni eða hinum handritunum eða hugarburði sínum,
og erum vér honum samdóma víðast hvar. J»ó virðist
oss, að hann hefði ekki átt að setja hlðbjörn (samkv.
Hólaútg.) fyrir viðbjörn, sem stendur í Möðruvallabók
(kap. III, 64), því- að viðbjörn er gott og gamalt orð,
og þýðir skógarbjörn, og er mótsett hvítabirni, og er
því óþarfi að víkja frá skinnbókinni, þó að híðbjörn
reyndar þýði sama og viðbjörn.
Eins og áður var tekið fram, er Ljósvetningasaga
nú eigi öll til#á skinni. Nú eru að eins til brot af 2
skinnhandritum. Annað þessara handrita er geymt í
ÁM. 162 B í arkarbroti (C í útgáfunni), og eru eptir
því rituð beinlínis eða óbeinlínis öll þau pappirshand-
rit, sem til eru af þessari sögu, og hefir handritið þá
verið nokkurn veginn heilt, en nú er það alt tapað, nema
3 blöð illa útleikin, og á útg. mikið lof skilið fyrir alúð
þá, sem hann hefir sýnt i því að lesa þessiblöð, enda
hefir honum með þvi tekizt að lagfæra textann á mjög
mörgum stöðum* 1. Hitt skinnbókarbrotið er geymt i ÁM.
561 C i 40 (A í útgáfunni), og er það nú alls 10 blöð, en alt
1) í XXVII. kap. 14. línu les útgefandinn „vararskinnsólpu11. og svo
hafa öll pappírshandritin, en C hefir „varskinnsólpu11. Hér á lík-
lega að lesa: vargskinnsólpu, og hefir g annaðhvort fallið burt
i C, eða orðið er skrifað eptir framburði, Vargskinnsólpa kem-