Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Page 131
267
XXIV198—XXVII41!), og loksins það sem eptir er af
sögunni (kap.XXVII41—XXXII94) eptir pappírshandrit-
unum einum. þessi aðferð hefir valdið því, að útgáfan
verður nokkuð grautarlegri, en hún annars hefði orðið,
ef A hefði verið prentað sér. Pappírshandrit það, sem
útg. nefnirB, hefði átt að flokka með C-handritunum,
því að það er bersýnilega af sömu rót og þau, eins
og útg. segir sjálfur. Vér skulum samt eigi fara í
harðan reikning við útg. fyrir þessa aðferð hans, þó
oss virðist hún nokkuð ruglingsleg, því að með að-
gætni má alls staðar sjá, hvað stendur í handritunum —
og það er það sem mest á ríður— enda mun útgef-
andanum ekki vera einum um að kenna, þar sem hon-
um mun hafa verið nokkuð afskamtað, hversu stórt
heptið mætti vera. í formálanum (bls. XXI—XXII)
fer útg. nokkrum orðum um það, hversu mikið muni
vanta í handritið A milli fyrsta og annars brotsins, og
erum vér honum samdóma um, að það geti eigi verið
meira en 4 blöð, en þar sem hann fer að bera þetta
saman við söguna, eins og hún er í hinum handritun-
um, þá ruglast hann í reikningunum. Hann segir
fyrst, að hver blaðsíða í A samsvari 40 línum prent-
uðum, en síðar gjörir hann í ógáti blaðsíðuna að blaði;
á bls. XXII verður því að leiðrétta „20 blöð“ í 18.
línui£0 bls., „i2 blöðum“ í 24. línu í 12 blaðsíðum, og
„8 blöð“ í 25. linu í 8 bls., og lætur þá nærri reikn-
ingur drs. Guðbrands Vigfússonar, að þáttunum um
Sörla og Vöðubrand hafi verið hleypt úr í A. pa.5
^yg'g'jum vér að minsta kosti víst, að endirinn á IV.
kap. (58 línur í sögunni), og upphafið á þætti þeirra
Þóris Helgasonar og porkels háks (í útg. kap. XIII1_129)
hafi staðið í A. J>etta samsvarar 4*/2 blaðsíðu í hand-
ritinu, og hafi þáttur þeirra þóris og jporkels verið
I) f>að er prentvilla i formálanum (bls. XXVIII6), að þriðja brotið
af C endi á kap. XXV41.