Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 136

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.06.1880, Side 136
272 nein furða«. þá kemur staður, sem hingað til hefir verið mis- skihnn eða alls eigi skihnn, og munum vér tilfæra orðrétt orð sögunnar: »Hon lætr fylgja slátrinu sinn stein fyrir hvem þeirra; þeir spurðu, hvat þat skyldi merkja. Hon svarar: mest hafi þér þat brœðr, er ei er vænna til en steina þessa, er þér hafit ei þorat at hefna Halls bróður yðars, þvílíks manns sem hann var, ok era þér orðnir langt frá yðrum ætt- mönnum, er mikils eru verðir, ok eigi mundu þeir þvílíka skömm eða neisu setið hafa, sem þér hafit þolat um hríð, ok margra ámæli fyrir haft«. Hér er alt ljóst nema fyrstu orð þuríðar: »mest hafi þér þat, brœðr«, o. s. frv. Menn gæti ef til vill hugsað sér, að þau þýddi sama sem: »mest hafi þér af því, er ei er vænna til en steina þessa«, og yrði þá »vænna« að standa í merkingunni: »betra, ágæt- ara«, og ættu þá orðin að þýða, að þeir hefðu mest af þeim eiginlegleikum, sem eigi væri betri en steinarnir; en fyrst og fremst hefir vœnn sjaldan merkinguna »góður« í fomu máh, auk þess verður orðinu til alveg ofaukið, og í staðinn fyrir steina þessa hefði menn vonazt eptir: steinar þessir; loks er sá hængur á, að steinar eruísjálfu sér hvorki góðir né vondir, og samlíkingin verður því eigi alls kostar rétt. Eask hefir getið til, að orðið hjarta væri felt úr á eptir mest, en þá kom- ast menn í sömu vandræðin með orðin vœnna og til og með myndina steina þessa. Jeg ímynda mér, að í frumhandritinu hafi staðið melt í staðinn fyrir mest, og gæti verið, að svo stæði í Stokkhólmshandritinu, sem sagan er prentuð eptir, því að allir, sem nokkuð hafa fengizt við forn handrit, vita hve hægt er að villast á It og st. Melta hefir 2 merkingar í fornum ritum, fyrst um mat að melta, sem enn er sagt, og þar næst að velta einhverju fyrir sér, búa yfir einhverju án þess að framkvæma neitt í verkinu. Ef melt er ritað fyrir mest verður alt ljóst. þuríður leggur á borð fyrir sonu sína það, sem sízt er »vænt til« þess að melta, en það eru stein- arnir, og hún eggjar þá með því að segja þeim, að þeir hafi melt eða setið hefndalaust það, sem eigi sé vænna til (o: að melta) en (o: að melta) steina þessa: þá stendur vœnn í þýð- ingunni hklegur, eins og optast er, og verður þá auðskilið orðið til og myndin steina þessa. Að svo skuh rita, virðist sömuleiðis ljóst af því, sem þuríður segir siðar: »ok eigi mundu þeir þvílíka skömm eða neisu setið hafa«. Björn Magnússon Ólsen.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.