Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 3
3
skal með nokkrum orðum drepið á, hver áhrif kuld-
inn hefur á plönturnar. Það hefur þegar verið tek-
ið fram að rás næringarefnanna í plöntunni stöðv-
aðist á haustin, er kólna fer. Kuldinn dregur úr
störfum rótanna og lamar þær svo að lokum, að þær
hætta að vinna. Vinna rótanna er, eins og kunnugt
er, auk þess að festa plöntuna í jörðunni, falin í“að
vinna næringarefni úr jarðveginum og að taka úr
honum vatn. Það eitt að plantan ekki getur náð
vatni úr jarðveginum er henni afarskaðlegt, er hún
verður fyrir áhrifum hinna þuru storma, hún þorn-
ar smátt og smátt og deyr oft að lokum af því
að vatnsrásin er stöðvuð. I sumum hinna kaldari
landa er jafnvel álitið að plöntur í raklendi og í
röku lofti eigi á hættu að þorna upp og deyja af
vatnsleysi, af því að ræturnar geta ekki unnið sök-
um áhrifa kuldans. Jafnt og það er mismunandi
fyrir hinar ýmsu tegundir, hvað mikinn hita þær
þola og hvaða hitastig þeim fellur best, eins er það
mismunandi við hvað látt hitastig þær falla í dvala.
Margar plöntur falla í dvala fyr en jörð er freðin
af því jarðvegurinn er farinn að kólna.
Vissir hlutar hinna freðnu plantna breyta sinni
eðlilegu stöðu. Það er alkunnugt að greinar trjánna
svigna oft um leið og þær frjósa, annaðhvort niður-
ávið eða til hliðar. Þegar þær þiðna, taka þær aft-
ur sina upprunalegu stöðu. Sömuleiðis er það alkunn-
ugt, að stönglar og blaðleggir jurtanna bogna sök-
um áhrifa frostsins. Auk þess eru áhrif frostsins á
plönturnar yfir höfuð að tala þau, er nú skal greina:
Alt það, sem fljótandi er inni í frumunum, frýs, bæði
frumgerfið og frumuvökvinn verður harður og stökk-
ur við frostið. Ereytingin á ástandi frumunnar verð-
ur á þessa leið: fyrst frýs það vatn, er verið hefur
1*