Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 4
4
í frumuuum og sjerstaklega í frumuvökvanum. Það
frýs þó ekki inni i frumunum. Aður en það frýs
færist það út úr frumunni og frýs í bilunum, sem
eru milli þeirra. Frumuvökvinn frýs seinna en vatn-
ið, því frostmark hans er við lægra hitastig, af því
hann er upplausn ýmsra efna, en frostmark upp-
iausna liggur lægra en vatns. Vatnið í millibilum
frumanna verður að iskristöllum, er það frýs. A
fleti blaðsins sjást hvítleitar smábólur þar sem ísinn
er inni fyrir. Aðaláhrif frostsins eru í stuttu máli að
hin fljótandi efni verða föst.
Það er enginn efi á að plönturnar verða gadd-
freðnar á vetrum, þar sem frosthart er. Jafnvel
þótt frostið sé mjög mikið, — í Síberíu hefur kuld-
inn náð -f-60° þar sem gróður hefur verið —, virð-
ist það ekki vera skaðlegt lifi plantnanna. Tilraun-
ir, er gjörðar hafa verið viðvikjandi áhrifum frosts
á plöntur, hafa sýnt að frostið í sjálfu sjer er ekki
skaðlegt og að aðalatriðið er, ef vel á að fara,
að freðin planta þiðni smámsaman. Þiðni hún
snögglega, er lífi hennar hætta búin. Menn komast
oft svo að orði, að þær og þær plöntur hafi frosið í
hel; slikt ber að skilja á þann hátt, að plönturnar
hafi dáið sökum þess að þær hafi ekki þiðnað á þann
hátt, sem við átti, breytingin verið of snögg, en að
frostið í sjálfu sjer hafi ekki drepið þær.
Áður var ríkjandi sú skoðun, að frostið væri
hættulegt fyrir plönturnar. Þegar plönturnar »frusu
í hel«, álitu menn að dauðaorsökin lægi í þeim
breytingum, er frostið gjörði á ástandi þeirra. Menn
sögðu sem, svo: fruman frýs með öllu, sem í henni
er, og meðal annars er vatn i henni; rúmtak vatns-
ins eykst, er það frýs, og þá er eðlileg ályktun, að
hið frosna vatn sprengi frumuna. Þannig skýrðu