Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 6
6
þess má nefna að menn þekja oft ræktuð svæði á
ýmsan hátt, til hlífðar að vetrinum. Auðvitað er
einnig allur þessi útbúnaður plöntunum til hlífðar
fyrir hinum þurkandi stormum.
Snjórinn. Snjólagið, er þekur landið að vetrin-
um, hefur mesta þýðingu fyrir gróðurinn, að því
leýti, sem það hlifir fyrir vindunum. Einnig skal
tekið fram að kuldinn undir snjólaginu er minni en
í loftinu á sama tíma, og munurinn getur stundum
orðið allmikill, þannig var samkvæmt mælingu á
Spitzbergen: lofthitinn -r-35°, við yfirborð skafisins
32°, í 20 cm. dýpi -=- 26°, og í 35 cm. dýpi
-5- 20°. í 35 cm. dýpi var því skaflinn 15° heitari
en loftið og er það ekki all-lítill munur.
Lausamjöllin leiðir hitann verst af öllum snjó,
og er ástæðan til þess sú, að í henni er miklu raeira
loft. Loftið er innilokað milli hinna óteljandi smá-
korna, en innilokað loft er, eins og kunnugt er,
slæmur hitaleiðari. Þegar skaflarnir verða þjettari,
leiða þeir hitann betur, og sama er að segja um
hjarnsnjóinn. Það hefur mikla þýðingu fyrir gróð-
urinn, hvort snjólagið þekur hann stöðugt allan vet-
urinn eða aðeins endrum og eins. Má sjá það víða
á íslandi að einmitt þau svæðin eru gróðursælust,
er fönn hvílir á að staðaldri á vetrinn, auðvitað
verður að gæta þess, að slík svæði eru oft í skjóli
og hefur það mikla þýðingu á vorin, er fannir eru
leystar. Má því ekki enmngis þakka snjóþakinu á
vetrinn gróðursældina. Hvernig gróðurinn ter á
þeim svæðum, er aðeins endrum og eins eru þakin
snjó, þekkja menn á Islandi að minnsta kosti fjár-
mennirnir.
Þegar snjólagið fer að þynnast á vorin leiðist
hitinn gegn um það. Þannig er það altítt, að þiðn-