Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 7
7
að er kring um steina, áður en þeir koma upp úr
snjónum. Þetta er svo að skilja, að steinninn hitn-
ar af þeim hitageislum, er fara gegnum snjólagið;
þegar steinninn er orðinn heitur, þiðir hann út frá
sjer. Eins fer með plönturnar, þegar snjólagið fer
að þinnast, hitna þær meira en snjórinn umhverfis,
þiða út frá sjer eins og steinninn, og fara að lifna
við. Víða kemst og loftið inn undir snjóinn t. a. m.
þar sem vatn hefir grafið sig undir skaflana; þá þiðn-
ar snjórinn að neðan upp á við. Plönturnar eru því
oft farnar að vaxa áður en þær koma upp úr
snjónum.
Það er afarmikið undir því komið, hve fljótt
snjórinn þiðnar á vorin. Þar sem hann liggur lengi
fram eftir stendur hann gróðrinum fyrir þrifum; oft
kell jörðina þar sem svo hagar tii. Auðvitað hefur
það og ekki all-litla þýðingu fyrir plönturnar, að
þær geti byrjað sumarstarfið sem fyrst á vorin, og
þá er nauðsynlegt að snjórinn hverfi sem fyrst.
Mikla þýðingu hefur það og fyrir gróður þann,
er ekki er falinn snjó, að hve miklu leyti og hve
oft loftið er skýjað. Skýin draga úr útgeislun hit-
ans frá yfirborði jarðarinnar en draga iíka úr sólar-
hitanum. Þegar skýjað er verður því hitinn jafnari,
hann stigur ekki eins hátt á daginn og fellur ekki
eins látt á nóttunni. En plöntunum er hollast á
vetrinn að hitinn sje ekki mjög mismunandi, en
mjög er þeim skaðlegt að frjósa og þiðna á vfxl í
sömu andránni.
Vetrarbúningur plantnanna. Meginþorri plantn-
anna, og allar þær plöntur, sem hjer verða nefndar,
eru staðbundnar, þ. e. að segja, plantan er bundin
við þa nnstað, er hún einusinni hefur vaxið á; auð-
vitað færast sumar plöntur um set í jarðveginum