Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 8
8
en aðeins ofurlítinn spöl á mörgum árum t. a. m.
þær plöntur, sem hafa skriðsprota eða lárjetta jarð-
stöngla. Þegar talað er um að plantan sje stað-
bundin, er ekki tekið tillit til þessarar hreyfing-
ar en aðallega miðað við dýrin, er geta fært sig úr
einu hjeraði í annað, hlaupið í fylgsni, er hættu
ber að höndum, flutt sig til heitari landa að vetrin-
um eins og farfuglarnir o. s. frv. Plantan getur
ekki flúið undan ljánum, hún er föst í jörðinni eða
staðbundin. Auðvitað getur hún ekki heldur flúið
veturinn eins og farfuglarnir. Það leiðir af sjálfu
sjer að plantan hlýtur að laga sig eítir þeim lifs-
skilyrðum, sem fyrir hendi eru, þar sem hún vex,
ef hún á annað borð getur haldist þar við, af því
hún er staðbundin og getur ekki flutt sig til betri
hjeraða.
Reynslan sýnir einnig að plönturnar laga sig
eftir lífsskilyrðunum, hafa fengið sjerstakan skapnað
á einn eða annan hátt, er gjörir þær færar um að
þola ákveðin áhrif. Sem dæmi til að skýra þetta
frekar, skal tekið fram, hvers konar útbúnað ýmsar
plöntur í þurum jarðvegi hafa sem vörn fyrir lang-
vinnum þurkum. Sumpart er þessi útbúningur fal-
inn i því, að plantan er að meiru eða minna leyti
þakin slæmum hitaleiðurum t. a. m. harpeis, hárum
o. fl., sumpart í þvi, að yfirborð plöntunnar f heild
sinni verður svo litið sem má, og er það einkum
komið undir lögun blaðanna. Blöðin verða meira
eða minna þykk og sivöl. Blöð með þeirri lögun
hafa í hlutfalli við efnismagn blaðsins lítið yfirborð;
en blöð, sera eru þunn og flöt, eins og t. a. m. blöð
mariustakksins, hafa í hlutfalli við efnismagn stórt
yfirborð. Það er bersýnilegt, hverja þýðingu það
hefur fyrir þurkplönturnar, að blöðin hafi þá lögun