Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 9
9
að yfirborðið sje sera minnst, því á stórum fleti eim-
ist meira vatn en á litlum fleti að öðru jöfnu.
Það hefur þegar verið tekið f'ram, að það, sem
plöntunum væri skaðlegast á vetrinn, væru storm-
arnir, en þeir þurka plönturnar. Vetrarbúningur
plantnanna er þvf í öllum aðalatriðum svipaður bún-
ingi þurkplantnanna, er nú var minst á; kemur þar
fram hið sama, að yfirborð plöntunnar er lítið. Sum-
part er yfirborðið lítið, af þvi að blöðin detta af
plöntunni og meira eða minna af stönglunum deyr,
sumpart af því að blöðin hafa sömu lögun og lýst
var hjá þurkplöntunum, og er þá einkum átt við
hinar veturgrænu plöntur. Ennfremur hafa plönt-
urnar vonda hitaleiðara til hlífðar á vetrum, svo
sem kork, hlífarblöð, hár, þykka yfirhúð, vaxlag á
blöðunum o. fl.
I. Yfirborðið minkar.
Yfirborð plöntunnar minkar, eins og sagt hefur
verið, á haustin af því blöðin deyja og stönglarnir
að meira eða minna leyti.
A. Einsurnra plöntur. Einsumra er sú planta
kölluð, er aðeins lifir eitt sumar, þ. e vex upp af
fræi að vorinu, blómgast og fellir fræ að sumrinu
og deyr á haustin. Af þcssum plöntum lifir því að-
eins fræið á vetrinn. Fræin eru yfir höt'uð að tala
— og er hjer ekki frekara átt við fræ hinna ein-
sumra plantna en annara — mjög vel útbúin til að
þola áhrif vetrarins. Fyrst er þess að geta, að venju-
legast eru þau mjög smá, svo að ekki þarf stóra
smugu til að skýla þeim. Lögun þeirra er ennfrem-
ur sú, að yfirborðið er mjög iítið i hlutfalli við efn-
ismagnið. Fræskelin hlífir og fyrir þurki. I fræ-
kjarnanum er lítið vatn, og þótt hann frjósi, er ekki