Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 10
10
hætt við að rúmtak hans aukist svo, að fræskelin
bresti, því að hún lætur undan og getur þanist nokk-
uð út án þess að springa.
Hvað einsumra plöntur snertir að öðru leyti,
skal þess getið, að það kemur fyrir, að þær verða
tvísumra, er þær geta ekki lokið ætlunarverki sínu,
að fella fræ á einu sumri t. a. m. ef þær byrja
seint að vaxa, eða ef sumarið er venju fremur kalt.
Sömuleiðis geta tvísumra plöntur orðið einsumra ef
vel stendur á t. a. m. í góðu sumri. Tvísumra eru
þær plöntur kallaðar, er lifa einn vetur og tvö sumur
og blómgast fyrst og fella fræ seinna sumarið og
deyja svo, og verður þeirra getið nánar seinna.
B. Fjölsumra jurtir. Fjölsumra er sú jurt
kölluð, er lifir mörg ár. Hún ber árlega blóm og
fræ. Að því er meginþorra hinna fjölsumra jurta
snertir, skal tekið fram að þeir hlutar jurtarinnar,
sem ofanjarðar eru, deyja annaðhvort alveg eða að
mestu leyti. Það sem í jörð er falið, jarðstönglar og
rætur, lifir á vetrinn og vex að vorinu þegar fer að
hitna. Auk þess lifir auðvitað fræið á vetrinn. Jarð-
stönglar og rætur eru oft nokkurs konar forðabúr.
Næringarefnin safnast þar að sumrinu og geymast
allan veturinn; en á vorin þegar jurtin fer að vaxa,
þarf til þeirra að taka, því að þá þarf hún að vaxa
upp úr jöfðunni og fá otanjarðarblöð, svo hún geti
unnið næringu úr loftinu. Jurtinni er þvi nauðsyn-
legt að eiga forða f'rá fyrra árinu, til þess að hún
geti framleitt þær nýmyndanir, er nauðsyn krefur,
svo að hún verði fær um að afla sjer fæðu. Af
sömu ástæðu eru fræin og nokkurs konar forðabúr,
þau verða að hafa næríngu handa hinni ungu fræ-
plöntu, meðan hún er að verða fær um að afla sjer
næringar. Sem dæmi upp á næringarríkan jarð-