Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Síða 11
11
stöngul má nefna kartöfluna, og upp á rætur brönu-
grasaræturnar.
Jarðstönglarnir og ræturnar eru vel geymdar í
jörðinni að vetrinum og i engri sjerlegri hættu af
völdum storraanna. Auðvitað getur það haft nokkra
þýðingu, hve djúpt eða grunt jarðstönglarnir iiggja.
Margir þeirra, einkum hinir upprjettu jarðstönglar,
kippast niður í raoldina að haustinu. Er það skýrt
á þann hátt, að rótin verði vatnsmeiri að' haustinu,
og getur það orsakast bæði af því, að jurtin er
dauð ofanjarðar, og getur því ekki tekið við vatni
frá rótinni, og sömuleiðis af því að jörðin venjulega
er blautari á haustin en sumrin af því úrkoman er
meiri. Nú er eftir að skýra, hvernig vatnsmegn
rótarinnar getur haft þau áhrif, að rótin styttist, og
er það at' því að barkfrumurnar eru svo úr garði
gjörðar, að þær þenjast meira út í lárjetta en lóð-
rjetta stefnu sjeu þær vatnfylltar og hljóta þvi að
styttast, og við það styttist rótin og kippist niður á
við. Hinir lárjettu jarðstönglar halda sjer í ákveð-
inni dýpt í moldinni, er mjög er mismunandi fyrir
hinar ýmsu tegundir. Að stytting rótarinnar hafl
nokkur áhrif á legu þeirra í moldinni að vetrinum,
er ekki skiljanlegt. Sem dæmi upp á islenskar
jurtir, er hafa upprjetta jarðstöngla má nefna: Fifll,
Pjetursfífil, iambagras, melasúru (Rumex Acetosella),
fjallafífil, götubrá o. fl. o. fl. Lárjetta jarðstöngla
hafa; ýmsar burknategundir, eltingartegundir —
þeirra jarðstöngiar liggja oft djúpt i jörðinni, á Is-
landi í 3—4 feta dýpi hjá sumum tegundunum —,
grastegundir, möðrutegundir, hesthali, hrossanál o.
fl. o. fl.
Stundum lifa aðeius ræturnar á vetrinn en alt
hitt deyr, sem dæmi þess er talinn þistill og purp-