Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 12
12
urajurt (Chamænerium angustifolium) og nokkrar
vetrarlilju(Pyrola)tegundir. Rætur brönugrasanna
eru og alþektar. Þegar brönugras er tekið upp að
sumrinu, sjer inaður undir því tvær rætur, aðra
gamla og skorpna en hina unga og sljetta. Jurtin
hefur að vorinu vaxið upp af rótinnj, sem nú er
orðin skorpin og jafnframt hefur unga rótin farið að
myndast. Að sumrinu safnast næringarefni í ungu
rótina, en' forði gömlu rótarinnar eyðist. Að haust-
inu deyr jurtin og gamla rótin, en unga rótiu lifir
á vetrinn. A henni er knappur falinn hlifarblöðum,
er vex að vorinu og neytir þá forða þess, er rótin
geymir o. s. frv.
Eigi allfáar fjölsumra jurtir standa þó upp úr
jörðinni á vetrinn, t. a. m. fjöldinn allur af starar-
tegundum og grastegundum, en hin lifandi blöð eru
hulin alveg eða að mestu af eldri blöðum, sem eru
visnuð. Má sjá’.þess dæmi í mýrunum á Islandi á
vetrinn.
C. Blaðfallið. Mörg trje, runnar og hálfrunn-
ar fella laufið á haustin. Þegar plantan hefur bor-
ið ávöxt og safnað nauðsynlegum forða til næsta
vors, er ætlunarverki blaðanna á því stimri lokið.
Þegar fer að kólna á haustin, fara þvi blöðin að
detta af trjánum. Fyrstu frostnæturnar á haustin
gera oft mikið að verkum i þessu efni. Oft ber það
við, að stór svæði í skógunum missa laufið í einu.
Seinni part sumarsins myndast sjerstakt frumulag í
blaðleggnum. Eru frumur þessar litlar og þunn-
veggja og meira eða minna hnöttóttar að lögun,
sambandíð milli þeirra innbyrðis er mjög loslegt.
Þegar blaðið dettur, brestur þetta lag. Annaðhvort
áður eða eftir að blaðið dettur, myndast korklag
yfir sárfiötinn.