Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 13
13
Á vetrinn standa því stofnar og greinar þessara
plantna blaðlausar. Um knappana verður talað síð-
ar. Til hlítðar fyrir þurki hafa trjágreinar aðeins
ytri börkinn, en þótt hann hindri mjög útgufan
vatnsins úr plöntunni, er hann ekki einhlftur, þar
sem um ákafa storma er að ræða. I sumum hinna
kaldari landa er þannig álitið að stormurinnn drepi
allar þær greinar, sem ekki eru faldar snjó á vetr-
inn. Algengast er þó að aðeins hinar yngri greinar
deyja á vetrinn, þorna upp í stormunum, er það
ofur eðlilegt, að þær sjeu ekki eins úthaldsgóðar og
eldri greinarnar, því ytri börkurinn er miklu þynnri
og getur þvi ekki eins vel og hinn þykkari börkur
eldri greina bindrað eimingu vatnsins. Mun það
alltítt ad hinar yngri greinar deyja í þurum vetrar-
stormum, jafnvel á Islandi mun það ekki óþekkt.
Af íslenzkum plöntum hafa þann búning, er hér
er greint: Hrísið (Betula odorata), fjalldrapi (Betula
nana), bláberjalyng, aðalbláberjalyng og víðitegund-
ir. Birkitegundirnar og grávíðirinn hafa á Islandi
fullþroska blómknapp að vetrinum.
D. Veturgrœnar plöntur. Hinar veturgrænu
plöntur eru helst tré og runnar; en auk þeirra eru
og margar jurtir grænar á vetrinn af því að þær
njóta hlífðar t. a. m. af snjólagi. Verður hér ekki
sinnt um þær, af því að þær eru ekki svo útbúnar,
að þær þoli áhrif vetrarins, og eru algjörlega háð
ar einhverju hlífðarlagi, sem oftast er snjór.
Veturgrænar plöntur hafa græn og lifandi blöð
á vetrinn. Þær feila ekki að jafnaði annað á haust
in en það sem blóminu tilheyrir. Þær eru á ýms-
an hátt lagaðar til að þola áhrif vetrarins, en sam-
eiginlegt fyrir þær all-fiestar verður að blöðin hafa
1 hlutfalli við efnismagn litið yfirborð, eins og fyr