Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 15
15
efra borðsins er all-þykk. Neðan á blöðum sauða-
mergsins eru tvær rennur hárvaxnar. Yfirhúðin er
mjög þykk og slímkend að innanverðu eins og hjá
lynginu
3. Blöðin eru meira eða minna mjóslegin, oft
með nálarlagi eins og t. a. m. hjá barrtrjánum.
Yfirhúðin er þykk og sterk og oft beygist hún inn
á við þar sem öndunaropin eru. Ekki hafa þau
hár til að skýla öndunaropunum og út á við er
ekki annað skýli fyrir þau en hin litla lægð, er þau
eru í. Fyrir innan yfirhúðina eru og lög af trjá-
frumum og bastfrumum og er álitið, að þau meðal
annars verji blaðið i þurki. Menn hafa tekið eftir
því, að trjámagn furu- og greniblaðanna stendur í
sambandi við hæð vaxtarstaðarins yfir sjávarflöt og
og fjarlægðina frá miðjarðarlínunni. Trjámagnið
er meira i fjalllendi en á lágiendinu fyrir neðan
og vex með fjarlægðinni frá miðjarðarlínu í norður
og suður.
Af íslenskum plöntum, er hafa þannig útbúin
blöð, sem hjer hefur greint verið, má nefna eini og
Andrómedujurt. Hjá báðum þessum plöntum standa
blöðin venjulega þjett saman og skýlir þannig eitt
blaðið öðru. Ungu blöðin standa venjulega þjettara
en hin eldri, og plöntur, sem vaxa áveðra, hafa
þjettari blöð, en þær sem vaxa í skjóli.
Nokkuð svipuð eru og blöð hinna íslensku jafna-
(Lycopodium)tegunda. Hvað þær snertir, er og
sjerlega mikill munur á, hve þjett blöðin eru, og fer
það eftir þvi, hvort vöxtur blaðanna er áveðra eða
1 skjóli.
4. í fjórða fiokki má telja þau blöð, er ekki
hafa annað en þykka yfirhúð til varnar gegn ofmik-
illi vatnseimingu. Auk þess eru og millibilin milli