Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 16
16
frumanna inni í blaðinu litil, og miðar það að því
að gjöra flötinn, sem vatnið eimist frá, sem minst-
an. Bilin milli frumanna standa nefnilega í sam-
bandi við loftið um öndunaropin.
Af islenskum plöntum, er hafa þessháttar blöð,
■má nefna sortulyng, blóðberg o. fl.
Auk hinna eiginlegu veturgrænu plantna, er
hafa sjerstakan útbúnað á blöðunum, er gjörir þau
fær um að lifa á vetrinn, eru eigi allfáar plöntur
grænar á vetrinn, þótt eigi hafi þær neinn slikan
útbúnað. En lif þeirra er þá komið undir því, að
þær hafi skýli af eiuhverju, og hefir áður verið
minst á það. Það sem skýlir, er venjulegast snjó-
lagið. Það er alkunnugt, að miklu minna er af
grænum jurtum á vetrinn á snjóberum svæðum, en
þar sem fönn iiggur á að jafnaði; þótt sumar grasa-
tegundir (gramineæ), er vaxa í þurri jörð og þurru
lofti, hafl blöð með þeim útbúnaði, er dregur úr
eiming vatns úr plöntunni, er efasamt hvort þær
geta talist veturgrænar. Finnungur og sauðavíngull
hafa blöð, sem eru sívöl, af því að blaðið hefur
Tafið sig saman. Öndunaropin eru í rennum, sem
liggja eftir blaðinu endilöngu að neðan. Svo eru
og margar aðrar grasategundir útbúnar.
Þrátt fyrir þennan útbúning eru grösin venju-
lega ekki græn á snjóberum stöðum á vetrinn.
Grrænu blöðin koma fyrst í ljós, er hin eldri, visnu
blöð, eru tekin burt.
II. Ungsprotar.
Hjer á undan hefur mest verið talað um full-
vaxnar plöntur eða hina fullvöxnu sprota þeirra.
Það hefur verið tekið fram að sumar plöntur (ein-