Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 17
17
sumra plöntur) dæu á haustin, að aðrar mistu svo
og svo mikið af blöðum og ofanjarðarsprotum, að
sumar aðeins mistu blómið og það, sem því tilheyrði
(veturgrænar plöntur). Þá er eftir að athuga, hvern-
ig vetrarbúningi hinna ungu sprota er varið. Ungu
sprotarnir fella venjulega ekki neitt af þeim blöðum,
sem þeir hafa á haustin, og hafa þeir á vetrinn
sama útlit. Má skifta þeim í þrjá aðalflokka: hvirf-
ingar, óhlífaða og hlífaða knappa.
1. Hvirfingar. Hvirfing er stuttliða stöngull,
þjettskipaður blöðum. Blaðahópurinn liggur venju-
legast á jörðinni, eitt blaðið yfir öðru í hring út frá
hinum stutta ofanjarðarstöngli. Neðstu (og ystu)
blöðin eru eldri en efri (og innri) blöðin og í miðj-
unni er endi stöngulsins falinn meðal hinna yngri
blaða. Blöðin hafa ekki neinn sjerlegan útbúnað,
er hlífi þeim fyrir áhrifum vetrarins, þó eru þau
oft meira eða minna hárum vaxin, en ekki svo
mjög, að álitið verði, að það stoði þau mikið. Yfir-
húðin er stundum nokkuð þykk, en ekki svo mjög
sem hjá veturgrænu plöntunum. Bilin milli frum-
anna inni í blaðinu eru oft allstór og virðist það
vera miður heppilegt til að þola vetrarstormana.
Aðalhlífð þessara blaða er í fyrsta lagi fólgin í
þvf, hve þjettskipað þeim er, að eitt blaðið hlífir
öðru. í öðru lagi er hún fólgin i þvi, að blöðin
hvíla á jörðinni og eru ekki í lausu lofti; oft eru
hvirfingarnar eins og grafnar ofurlítið niður í jörð-
ina, sjerstaklega ef þær vaxa í sandi eða mosa;
ennfremur hafa þær og ott skjól af öðrum plöntum
eða þær vaxa í smálautum og holum. Þá er það
og snjólagið, er yfir öllu hvilir, sem oft veitir aðal-
hlífðina.
Hvirfingar hafa tvísumra og fjölsumra plöntur.
2