Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 18
18
Tvísumra plantan vex upp af fræi að vorinu; að
haustinu er hún ekki komin lengra A leið en að
mynda hvirfingu; oft eru þó þá þegar blómknappar
myndaðir, en blómin eru meira eða minna ófullburða.
Þegar þvi fer að kólna og vetur kemur, á plantan
eftir að blómgast og fella fræ, verður það að bíða
til næsta vors, en þá fyrst vex stöngullinn hátt upp,
blómin verða þá fullþroska og springa út, og að
sumrinu fellir plantan fræ og deyr að haustinu.
Hvirfingar hiuna fjölsumra plantna eru ungir sprot-
ar, er vaxa upp frá jarðstönglinum. Sem dæmi
þess má nefna ýmsa hinna íslenzku steinbrjótsteg-
unda, gæsamat o. fl. Oft hafa slíkar hvirflngar og
skjól af gömlum visnuðum blöðum.
Munurinn á hvirfing og óhlífuðum knöppum er
sárlítill; hvortveggja eru ungir sprotar, efsti hluti
hins vaxandi stönguls (eða greina), er sökum veðr-
áttubreytingar ekki getur haldið áfram að vaxa og
getur því ekki náð fullum þroska, fyr en kuldatím-
inn er á enda og vorið kemur.
2. Óhlífaðir lcnappar eru venjulegast ungur
sproti, stuttliða stöngull eða stöngulhluti, skipaður
blöðum á öllum aldri en ekki varinn hlifarblöðum.
Hin eldri (ytri) blöð skýla venjulega yngri blöðun-
um og sjálfum stöngulbroddinum á þann hátt, að
þau beygjast upp með og yfir stöngulbroddinn. Oft
eru hin eldri blöð vaxin löngum hárum, er á einn
eða annan hátt skýla knappnum. Mjög algengt er
að knappurinn er hulinn af gömlum visnuðum blöð
um, t. a. m. eins og hjá lambagrasinu, grastegund-
um og starartegundum o. fl. o. fl. Þótt þessir
knappar sjeu því kallaðir óhlífaðir, er það ekki svo
að skilja, að hin yngstu blöð og sjálfur sprotaendinn
njóti ekki skýlis. Þeir eru kallaðir óhlífaðir af því