Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 19
19
að þeir eru ekki þaktir hlífarblöðum, en hlífarblöð
eru kölluð blöð, sem ekki haía neittannað að gjöra,
en hlífa knöppunum og eru sérstaklega útbúin til
þess.
Knappar þessir eru sumpart endasettir, sumpart
eru þeir í hornum blaðanna — efra bilinu milli
stöngulsins og blaðsins —. Þeir eru því venjulega
i misjafnri hæð yfir jarðveginn, hvíla ekki A honum
eins og hvirfingarnar venjulega gjöra, eiga þvi frek-
ar á hættu að þorna í stormunum. Eins og tekið
hefur verið fram, er það einna algengast, að hin
gömlu, dauðu blöð skýli knöppum þessum. Yfir höf-
uð að tala er það algengt i fjallalöndum, og köld-
um löndum, að dauðu blöðin sitja langa lengi á
plöntunni og vernda þá oft hin ungu blöð fyrir upp-
þornan. Að dauðu blöðin sitja lengi á plöntunni
stendur í sambandi við það, hve seint þau rotna en
það er aftur að miklu leyti komið undir lofts-
laginu.
3. Hlífaðir Jcnappar eru ungir sprotar skipaðir
ungum blöðum á ýmsum aldri og varðir hlífarblöð-
um. Allflestar trjáplöntur hafa hlífaða knappa.
Hlifarblöðin falla til jarðar á vorin þegar knapparn-
ir fara að vaxa. Þeirra ætlunarverk er ekki annað
en að hlifa aðallega fyrir uppþornan. Fer því allur
þeirra útbúnaður eftir því. Yfirhúðin er venjulega
mjög þykk eins og t. a. m hjá furu, greni, víði o.
fl. Oft eru þau og vaxin hárum, smita þau oft frá
sjer vökvum, er breiðast yfir blaðið og draga þannig
úr áhrifum loftsins. Undir húðinni er oft korklag.
Þegar blaðið fer að eldast, fyllast frumurnar oft af
harpeis. Það sjest af þessu, að blöð þessi eru mjög
vel fallin til að verja fyrir uppþornan, og hinn ungi
2*