Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Page 21
Forntungurnar.
Eftir
Eirik Magnússon
»Non scholae sed vitae discimus«, ‘eigi skólan-
um enn líflnu lærum vér’, er gamalt orð, sem á Is-
landi er misskilið, að minsta kosti af sumum. Eg
hefi séð það af blöðunum, að menn hyggja, að í
Reykjavíkr skóla eigi að kenna piltum það, sem
þeim komi bezt að haldi í lífinu; enn lífið sé — ‘em-
bættið’! Sé þetta gert, þá sé farið eftir reglu hins
forna máltaks. Enn þessu verði helzt frammkvæmd
fengin með því, að afnema kenslu í forntungunum;
sé þetta því heldur gjörlegra nú, er kenslan í þeim
sé orðin svo takmörkuð, að hún komi eiginlega eng-
um að haldi, sem nú fari úr skóla. Þegar þessi
kensla væri alveg afnumin, mætti fylla skarðið með
kenslu í námsgreinum, sem þarfar væri fyrir lífið,
eða þarfarí, að minsta kosti, enn fornu málin. Ekki
hefi eg orðið þess var, að þeir, sem kappsamlegast
halda fram afnáms-stefnu þessari, hafi enn komið
framm með upptíningu hinna lifsþörfu námsgreina,
er koma skuli’ f stað fornu málánna, nema hvað
kensla í nýju málunum og í verklegum mentum
virðist muni eiga helzt að fylla skarðið. Tveir jötn-
ar, að fara í einar buxur af dauðsveltum dverg!
Ef lífið er embættið, htver eru þau embætti