Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Qupperneq 22
22
nýjum málum og verklegum vísindum á Islandi,
sem sanna, að afnám forntungna-kenslunnar sé svo
bráð og brýn löggjafar nauðsyn, að menn verði að
lögfesta það dðr enn einusinni flytjendr þess .sjálfir
hafa veitt málinu nokkurt annað enn ofsans og of-
stækisins einsýna athygli? Kenslumál, sem i raun
og veru eru fyrirkomulag hins andlega barntóstrs
þjóðarinnar, eru svo alvarleg, svo vandasöm að form-
legum frágangi; efni þeirra og undirstaða: hinn skynj-
andi andi hins þjóðlega ungviðis, svo hátt og heilagt,
að hin fyrsta skylda þeirra, sem til slíkra mála
vilja leggja, er sú, að leiða hvorki sjálfa sig né aðra
á glapstigu, með viljandi eða óviljandi athugaleysi.
í sögu siðaðra þjóða hafa kenslumál allajafnan verið
erfiðust viðfangs allra heima-mála. Þeim hafa þjóð-
anna beztu menn fórnað kröftum og lifi.
Spakmælið sem eg færði til í byrjun þessa máls,
rétt skilið, merkir þetta: Vér lærum, ekki til þess,
að geta komizt, einhvernveginn, gegnum skólann,
heldr til þess, að hafa alla æfi gagn af þvi, sem
vér lærum. Með öðrum orðum: vér erum ekki i
skóla til þess, að leika oss, heldr til þess að læra
það vel, sem vér lærum; svo að þekking sú, sem
vér öðlumst í skóla, fylgi oss og sé oss jafnan til-
tæk i lifinu. Þvi að það, sem vel er numið, er þekk-
ingarsjóðr, sem eigi týnist og ávalt fegrar og göfg-
ar lífið.
Skóli — orðið er griskt, og merkir ‘næði’ — þess
tægis, sem Reykjavíkr skóli er, er undirbúnings
námsstofnun, þar er unglingar geti átt kost á, ef
þeir vilja og nenna og gáfur leyfa, að nema vel
undirstöðu-atriði þess, er menn nefna almenna ment-
un. Hann er og i eigiulegasta skilningi það, sem
Grikkir nefua gymnasion, æfingaskála, og ýmsar