Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Qupperneq 23
þjóðir Norðurálfunnar eftirnefna gymnasium,gymnase,
ginnasio, o. s. frv., þvi að þar eiga unglingarnir,
sem lagt hafa upp á hina löngu braut mentunar-
innar, að æfa fimni sálar-gáfna sinna á því, að muna
rétt, og skilja glögglega þau undirstöðu atriði, eða, ef eg
má svo að orði kveða, þau frumefni mentunar, sem
þeim eru kend, og að gera fljót og glögg skil fyrir
þeim, munnlega og skriflega, þeim, er kenna þeim
og prófa þá.
Reykjavíkr skóli er ekki sérstakr skóli fyrir
kenslu í sérstakri námsgrein. Hann er skóli, sem
almanna fé viðheidr til þess, að v er nd n grund -
völl almennrar mentunar í landinu, og á
að vera skóli til þess, að annast um, að þessi grund-
völlr ekki einungis hryni ekki, heldr verði færðr
út, hækkaðr og síbættr þar er þörf gerist. Allir
hinir svo nefndu opinberu, latinu- eða lærðu skólar,
meðal mentaðra þjóða, sem svara til Reykjavíkr
skóla, hafa hið sama þjóðstarf með höndum. Við-
leitni þjóðanna er að bæta slíka skóla á allar lund-
ir. Tekr þetta mál ekki einungis til stjórnenda
skólanna, heldr og þeirra, sem standa alveg fyrir
utan skólana. Erlendis er það algengt, að örlátir
mentavinir gefi skólum, í lifanda lifi eða að sér látn-
um, legöt, í lausum eyri eða fasteign, er vöxtum af
skuli varið handa fyrirtaks nemendum í einni eða
annarri námsgrein, eða í öllum sem við skólann eru
kendar. í þessu sambandi virðist það rneir enn
hjáleitt að vitna til forntungnafellis-laga norskra
bænda, sem siðaðar þjóðir hafa afdæmt svo sem
vott um afturför, og vakið hafa almennan óþokka i
Noregi sjálfum. Að taka þann til þjóðlegrar fyrir-
myndar sem bæði gerir ekki sjálfr þarft verk, og
bannar öllum öðrum að gera það — eg segi 'þarft’,